Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 216
216
(d. nálægt 1601), og er við þýzkan sálm, »Auf meinen lieben
Gotkí.1) 1 öllum útgáfum eftir 1619 er lagboði: »Himinn,
lopt, hafið, jörð«.
378. Mildur, máttugi mannsins skapari.
Sh. 1619, bl. 278—9; sb. 1671, bl. 335; sb. JÁ. 1742, bls. 582-3; sb.
1746, bls. 582-3; sb. 1751, bls. 797-8; Hgrb. 1772, bls. 245-7.
Sálmurinn, bænarsálmur í sóttum, 11 erindi, hefst svo:
Mildur, máttugi mannsins skapari,
gafst mál og minni mynd sjálfs eftir þinni,
svo með sönghljóðum, samt huga góðum
þér bezt lof bjóðum.
Ekki hefir tekizt að finna beina útlenda fyrirmynd að
sálminum, og má þó vera þýddur, því að háttur er fátíður
(Sapfóarbragur). Sálmurinn er snjall, og furðulega vel haldið
rimi í svo dýrum hætti, enda höfundur aukið erfiðleikana
með innrími, er tiðkaðist eigi í latinukveðskap.
Laghoði: wl’ér þakkir gerum«.
379. Miskunnarjaðir mildi.
Sb. 1619, bl. 279-80; sb. 1671, bl. 343-4; sb. JÁ. 1742, bls. 597-600;
sb. 1746, bls. 597—600; sb. 1751, bls. 808—10. — Lagið er í sb. 1619.
Sálmurinn, 17 erindi, er eflir síra Magnús Sigfússon, siðar
prest á Höskuldsstöðum (d. 1663), og er upphafserindi undir
laginu (nr. 149). Hefir hann þá verið á Hólum ungur, er
hann orkti sálminn, og að einhverju leyti, að því er virðist,
verið við riðinn útgáfu (prófarkalestur) sh. 1619. Má lesa
nafn hans út úr upphafsstöfum 1.—15. erindis; 16. er. hefst;
»Söngvísu þessa (þiggi)«, en 17.: »Sálmahók svo skal enda«;
er og sálmur þessi hafður aftast í sh. þeim, er hafa hann.
Hann er í betra lagi, þótt ekki sé gallalaus alveg um rím.
Eftir sb. 1619 er lagboði: »Heyr til þú, heimsins lýður«,
en ekki er þó lag sh. 1619 skyll þvi.
1) Kiiramerle III. bls. 28—9, sbr. I. bls. 58; sbr. Zahn II. bls. 29—30
(nr. 2160, sbr. 2164).