Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 219
219
villum er jafnan lialdið. Hún kom út i Kaupmannahöfn.
Hún var oft kölluð ,Bræðrabók‘, með þvi að þeir bræður
Þorsteinssynir (sýslumanns Sigurðssonar i Ivrossavík), Sig-
1 urður og Pétur, gáfu hana út.
4. Sb. 1751
var prentuð á Hólum; þar eru þessir iaukar:
1. Bls. 172 — 285. Upprisusálmar Steins byskups Jónssonar.
2. — 285—90. Sálmur: »Hjartað fagnar og hugur minncf,
eftir síra Hallgrim Pétursson.
3. — 698—755. Kingóssálmar í þýðingu síra Stefóns Ólafs-
sonar.
4. — 755—7. Sálmur: »Kom faðir, hæsti herra« (þýðing
sira Stefáns Ólafssonar).
Sb. 1772 er oflast kölluð ,Höfuðgreinabók‘ (eftir fyrirsögn-
inni á titilbl.) og er i rauninni siðari hluli sálmabókar, sem
Hálfdan rektor Einarsson bjó til prentunar, en Gisli byskup
Magnússon gaf út og lét prenta á Hólum; fyrri hlutinn var
kallaður ,Flokkabók‘ og var gefinn út nokkurum sinnum
siðar. 1 Hgrb. er margt nýrra sálma, þólt nokkurir hinna
gömlu haldist, og má þá kalla, að lokið sé ævi sálmabóka
Guðbrands byskups, þó að hinn gamli andi haldist, allt til
þess er Leirárgarðasálmabókin kom út (1801, í tveim útgáf-
um, en með þrem afbrigðum þó); kom sú sb. út í 13 út-
gáfum, síðast 1866, með viðauka 1819 (að tilhlutan Magnúsar
Stephensens), og nýjum viðaukum 1861 og 1863, sem Helgi
byskup Tbordersen gaf út, með aðstoð síra Stefáns Thorar-
ensens. Þá tekur við sb. sú, er Pétur byskup Pélursson gaf
út (þrjár útgáfur, 1871, 1875 og 1884), nreð aðstoð sama
manns, en 1886 konr út í fyrsta sinn sb. sú, er síðan hefir
haldizt óbreylt; vann mest að lienni Helgi lektor Hálfdanarson.
t