Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 6
VI
Einhverjir kunna einnig að sakna þess, að alt efni Jóhannesar-guðspjalls
er ekki tekið í samanburð þennan, eins og gjört er í samanburði Tischen-
dorf’s og Larfeld’s. En ástæðan til þessa er sú, að sérefni Jóh. er svo mikið,
að ekki þótti hæfa að taka það alt með og gjöra bókina með því að tals-
verðum mun lengri og dýrari. En jafnframt var mér ljóst, að ritið gæti ekki
til fulls náð tilgangi sínum, ef hliðstæður Jóh. kæmu þar alls ekki til athug-
unar. Tók eg því það ráð, að prenta hliðstæður Jóhannesar-guðspjalls, beinar
og óbeinar, neðanmáls, til þess að enginn, er notaði »Samanburðinn«, þyrfti
að sakna þeirra.
Aðrir verða að dæma um, hvernig þessi »Samanburður« minn hafi
tekist, en reynt hefi eg að vanda hann sem bezt, eftir því sem föng voru til.
Einnig hefi eg notið aðstoðar starfsbræðra minna við Háskólann. Hefir dócent
Asmundur Guðmundsson aðstoðað mig við hinn vandasama samanlesfur og
samanburð í 1. próförk, en prófessor Magnús Jónsson farið yfir 2. próförk af
öllu ritinu. Hafa báðir gefið mér margar ágætar bendingar og leiðbeiningar,
og kann eg þeim beztu þakkir fyrir. Þá hefi eg átt ágæta samverkamenn í
prentsmiðjunni Gutenberg; hafa setjararnir Einar Sigurðsson og Kjartan Oskar
Bjarnason reynst mér hinir beztu við hina afar vandasömu setningu bókar-
innar. Hefir vandvirkni þeirra og útsjónarsemi um, hvernig ýmislegt færi bezt
í prentun, verið mér mikils virði. Kann eg þeim einnig beztu þakkir fyrir
samvinnuna.
Bókin er fyrst og fremst ætluð guðfræðingum: guðfræðistúdentum fil
stuðnings við nám sitt, prestum til aðstoðar við athugun guðspjallatexta
til undirbúnings ræðugjörð, og til hjálpar hverjum þeim guðfræðingi, sem fá
vill sem bezt yfirlit yfir efni guðspjallanna og kynna sér vísindalega heim-
ildir þeirra.
Þá er einnig gjört ráð fyrir, að kennarastétt lands vors þyki gróði að
bókinni, einkum öllum þeim, er fást við kristindómskenslu.
Loks hefi eg þær hugmyndir um fróðleiksfýsn ýmsra manna í öllum
stéttum um land alt, að þeir vilji eignast bókina og lesa guðspjöllin með
leiðbeiningu hennar.
»Prestafélag íslands* hefir fengið leyfi Háskólans til að taka sérprentanir
af bókinni, með það í huga, að hún komist í hendur sem flestra.
s