Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 40
§ 30 oq 31
24
§ 30. Sæluboðun.
14. Matt. 53—12
3Sælir eru fátækir í anda, því að
þeirra er himnaríki.
4Sælir eru syrgjendur, því að þeir
munu huggaðir verða.
5Sælir eru hógværir, því að þeir
munu landið erfa.
6Sælir eru þeir, sem hungrar og
þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir
munu saddir verða.
7Sælir eru miskunnsamir, því að
þeim mun miskunnað verða.
8Sælir eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá.
9Sælir eru friðflyijendur, því að þeir
munu Guðs synir kallaðir verða.
10Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða
fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er
himnaríki. "Sælir eruð þér, þá er
menn atyrða yður og ofsækja og tala
ljúgandi alt ilt um yður mín vegna.
12Verið glaðir og fagnið, því að laun
yðar eru mikil í himnunum; því að
þannig ofsóttu þeir spámennina, sem
voru á undan yður.
Lúk. 620 b —23
20bSælir eruð þér, fátækir, því að
yðar er guðsríki.
Sbr. v. 21 b
21 Sælir eruð þér, sem nú líðið hung-
ur, því að þér munuð saddir verða.
Sælir eruð þér, sem nú grátið, því að
þér munuð hlæja.
22Sælir eruð þér, er menn hatast
við yður og er þeir útskúfa yður og
lastmæla yður og afmá nafn yðar sem
vont, vegna manns-sonarins.
23Fagnið á þeim degi og látið gleði-
látum, því sjá, laun yðar eru mikil á
himni, því að á sama hátt breyttu feð-
ur þeirra við spámennina.
§ 31. Lærisveinshugsjón. Líking um salt og ljós.
15. Matt. 5i3—16
13Þér eruð salt jarðarinnar; en ef
saltið dofnar, með hverju á þá að
selta það? Það er þá til einskis fram-
ar nýtt, heldur er því kastað út og
það fótum troðið af mönnum. 14Þér
eruð ljós heimsins; borg, sem stendur
uppi á fjalli, fær ekki dulist. 15Ekki
kveikja menn heldur ljós og setja það
Lúk. 1434—35 og II33
1434 Saltið er að vísu gott, en ef
saltið sjálft dofnar, með hverju á þá
að krydda það? 35Það er þá hvorki
hæfilegt á jörð né í áburðarhaug;
menn kasta því út. Hver, sem eyru
hefir að heyra, hann heyri!
ll33Enginn, sem kveikt hefir ljós,
setur það í kjallara eða undir mæli-