Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 74
24En vei yður, þér ríku, því að þér hafið tekið út huggun yðar. 25Vei
yður, þér sem nú eruð saddir, því að þér munuð hungur líða. Vei yður, sem
nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta. 26Vei yður, er allir menn tala vel
um yður, því að á sama hátt breyttu feður þeirra við falsspámennina.
Elska til óvina. Sjá § 38, 37 og 50.
35. Lúk. 627 36. Sbr. Matt. 539—42, 44—48 og 7i2.
Um dóma. Sjá § 47.
36. Lúk. 637-42. Sbr. Matt. 7i—5, IO24—25 (v. 40) og 15m (v. 39).
Auðkenni góðs manns. Sjá § 52, 53 og 85.
37. Lúk. 643 46
Líking í ræðulok. Sjá § 54.
38. Lúk. 647—49
Hundraðshöfðinginn í Kapernaum. Sjá § 57.
39. Lúk. 7i 10 (= Matt. 85 13).
§ 81. Sonur ekkjunnar í Nain.
40. Lúk. 7u—17
11 Og skömmu síðar bar svo við, að hann fór til borgar, sem heitir Nain;
voru þá í ferð með honum lærisveinar hans og mikill mannfjöldi. 12 En er
hann nálgaðist borgarhliðið, sjá, þá var borinn út dauður maður, einkasonur
móður sinnar, og hún var ekkja, og mikill fjöldi úr bænum var með henni.
13 Og er drottinn sá hana, kendi hann í brjósti um hana og sagði við hana:
Grát þú eigi! 14Og hann gekk að og snart likbörurnar, en þeir, sem báru,
námu staðar. Og hann sagði: Ungi maður, eg segi þér, rís þú upp! 15Og
settist þá upp sá, er dauður var, og tók að mæla; og hann gaf móður hans
hann. 16En ótti greip alla; og vegsömuðu þeir Guð eg sögðu: Spámaður
mikill er risinn upp meðal vor, og: Guð hefir vitjað lýðs síns. 17Og þessi
fregn um hann barst út um alla Júdeu og um alt nágrennið.
Spurning Jóhannesar skírara. Sjá § 72.
41. Lúk. 718—23 (= Matt. 112—6).