Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 188
§ 210 og 211
172
Matt. 25
hér hefir þú þitt. 26 En húsbóndi hans
svaraði og sagði við hann:
Þú illi og lati þjónn,
þú vissir,
að eg uppsker, þar sem eg
sáði ekki, og safna saman, þar sem
eg stráði ekki; 27 þér bar því að selja
fé mitt í hendur víxlurum; þá hefði eg
fengið mitt aftur með vöxtum, er eg
kom heim.
28Takið því af honum
talentuna og fáið þeim, er hefir tíu
talenturnar;
29 því að sérhverjum, sem hefir, mun
gefið verða, og hann mun hafa gnægð;
en frá þeim, sem eigi hefir, mun
tekið verða jafnvel það, sem hann hefir*).
30 Og kastið hinum ónýta þjóni út í
myrkrið fyrir utan. Þar mun vera
grátur og gnístran tanna.
Lúk. 19
22Hann segir við hann: Eftir þínum
eigin orðum dæmi eg þig, þú illi þjónn;
þú vissir að eg er maður strangur,
sem tek það út, sem eg hefi ekki selt
á geymslu, og uppsker það, sem eg
hefi ekki sáð.
23 Og hvers vegna léztu þá ekki
fé mitt í banka, og þá hefði eg
getað fengið það með vöxtum, er eg
kom heim. 24 Og hann sagði við þá,
er viðstaddir voru: Takið af honum
pundið og fáið þeim, sem hefir tíu
pundin. 25 Og þeir sögðu við hann:
Herra, hann hefir tíu pund. 26 Eg segi
yður, að sérhverjum sem hefir, mun
verða gefið,
en frá þeim sem ekki hefir, mun
jafnvel það, sem hann hefir, tekið verða*).
27 En þessa óvini mína, sem ekki vildu
að eg yrði konungur yfir sér, færið þá
hingað og höggvið þá fyrir augum mér.
§ 211. Dómur manns-sonarins.
147. Matt. 2531-46
31 En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með hon-
um, þá mun hann setjast í hásæti dýrðar sinnar, 32 og allar þjóðirnar munu
safnast saman frammi fyrir honum, og hann mun skilja þá hverja frá öðrum,
eins og hirðirinn skilur sauðina frá höfrunum, 33og hann mun skipa sauðun-
um sér til hægri handar og höfrunum sér til vinstri handar. 34 Þá mun kon-
ungurinn segja við þá til hægri handar: Komið, þér hinir blessuðu föður míns,
og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims; 35því
að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var eg, og þér gáfuð
mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig; 36nakinn, og þér klædduð
mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og þér komuð til
mín. 37 Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hve nær sáum
vér þig hungraðan, og fæddum þig, eða þyrstan, og gáfum þér að drekka?
38 Og hve nær sáum vér þig gest, og hýstum þig, eða nakinn, og klæddum
þig? 39 Og hve nær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi, og komum til þín?
) Sbr. Matt. 13i2 = Mark. 425 = Lúk. 8i$ (sjá bls. 69).