Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 17
I.
Frá bernsku Jesú og æsku.
Lúk. 1—2 og Matt. 1—2
§ 1. Formáli Lúkasar.
1. Lúk. li—4
^Margir hafa tekið sér fyrir hendur að færa í sögu viðburði þá, er gjörst
hafa meðal vor, 2eins og þeir menn hafa látið til vor berast, er frá öndverðu
voru sjónarvottar og síðan gjörðust þjónar orðsins. 3Fyrir því réð eg það líka
af, eftir að eg hafði rannsakað alt kostgæfilega frá upphafi, að rita fyrir þig
samfelda sögu um þetta, göfugi Þeófílus. 4Með þeim hætti verður þú sjálfur
fær um að ganga úr skugga um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem þú hefir
heyrt af annarra vörum.
§ 2. Boðuð fæðing Jóhannesar.
2. Lúk. 15—25
5Á dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur, að
nafni Sakaría, af flokki Abía; kona hans var komin af Aron og hét hún El-
ísabet. 6yoru þau bæði réttlát fyrir Guði og Iifðu óaðfinnanlega eftir öllum
boðum og skipunum drottins. 7En þau áttu ekkert barn, því að Elísabet var
óbyrja, og bæði voru þau hnigin á efra aldur.
8En svo bar við, er hann var að gegna prestþjónustu frammi fyrir Guði,
eftir röð flokks síns, 9samkvæmt venju prestdómsins, að það varð hlutskifti
hans að ganga inn í musteri drottins og færa reykelsisfórn. 10En allur fólks-
fjöldinn var fyrir utan á bæn, meðan á reykelsisfórninni stóð. 11 Birtist honum
þá engill drottins, sem stóð hægramegin við reykelsisaltarið. 12Varð Sakaría
hverft við, er hann sá hann, og kom að honum hræðsla. 13 En engillinn sagði
við hann: Vertu óhræddur, Sakaría, því að bæn þín er heyrð, og Elísabet
kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes. 14 Og þér
fnun veitast gleði og fögnuður, og margir munu gleðjast yfir fæðingu hans;
l