Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 100
§ 110
84
Matt. 14
fór hann einn saman upp á fjallið,
til þess að biðjast fyrir; og er kveld
var komið, var hann þar einn. 24 En
báturinn var þegar kominn út á mitt
vatnið og Iá undir áföllum,
því að vindurinn var á móti.
25 En um fjórðu næturvöku kom hann
til þeirra gangandi á vatninu.
260g er
lærisveinarnir sáu hann gangandi á vatn-
inu, urðu þeir felmfsfullir og sögðu:
Það er vofa! Og þeir æptu af ótta.
27 En jafnskjótt talaði Jesús til þeirra
og mælti: Verið hughraustir, það
er eg; verið óhræddir. 28 En Pétur
svaraði honum og sagði: Herra, ef
það ert þú, þá bjóð þú mér að koma
til þín á vatninu. 29 En hann sagði:
Kom þú! Og Pétur steig út úr bátn-
um og gekk á vatninu, til þess að
komast til ]esú. 30 En er hann sá
vindinn, hræddist hann, og er hann
tók að sökkva, kallaði hann og mælti:
Herra, bjarga þú mér! 31 En jafnskjótt
rétti Jesús út hönd sína, tók í hann
og segir við hann: Þú lítiltrúaði, hví
efaðist þú? 32 Og er þeir voru stignir
upp í bátinn, lægði veðrið; 33en þeir,
sem í bátnum voru, veittu honum
Iotningu og sögðu: Sannarlega ert þú
sonur Guðs.
Mark. 6
fór hann burt til fjallsins
að biðjast fyrir. 47 Og er kveld
var komið, var báturinn á miðju vatn-
inu, en hann einn á landi. 48 Og er
hann sá að róðurinn gekk þeim mjög
örðugt, því að vindurinn var í móti þeim,
kemur hann um fjórðu næfurvöku
til þeirra gangandi á vafninu og ætl-
aði að ganga fram hjá þeim. 49 En er
þeir sáu hann gangandi á vatn-
inu, hugðu þeir að það væri vofa,
og æptu upp yfir sig. 50Því að allir
sáu þeir hann og urðu felmtsfullir.
En hann talaði jafnskjótt til þeirra
og segir við þá: Verið hughraustir, það
er eg; verið óhræddir.
51 Og hann fór til þeirra
upp í bátinn og lægði þá veðrið. Og
með sjálfum sér urðu þeir mjög undr-
andi; 52 því að eigi höfðu þeir skilið
það, sem fram hafði farið við brauðin,
heldur var hjarta þeirra forhert.
Matt. 1422—33 = Mark. 645—52. Sbr. Jóh. 614—21: 14Þegar fólkið nú sá það tákn, sem
hann gjörði, sagði það: Þessi er sannarlega spámaðurinn, sem á að koma í heiminn.
15Þegar Jesús því varð þess var, að þeir ætluðu að koma og taka hann með valdi,
til þess að gjöra hann að konungi, veik hann aftur afsíðis upp á fjallið einn saman.
16En er kveld var komið, fóru Iærisveinar hans niður að vatninu, 17og þeir fóru út í
bát og héldu yfir um vatnið til Kapernaum; og það var þegar orðið dimt og Jesús var enn
ekki kominn til þeirra. 18 En vatnið tók að ókyrrast, því að mikill vindur blés. 19Þegar þeir
nú höfðu róið hér um bil tuttugu og fimm eða þrjátíu skeiðrúm, sjá þeir Jesúm koma gang-
andi á vatninu og nálgast bátinn, og þeir urðu hræddir. 20En hann segir við þá: Það er eg,
verið óhræddir. 21Vildu þeir þá taka hann upp í bátinn, og jafnskjótt kom báturinn að landi,
þar sem þeir reru að.