Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 169
153
§ 189
Matt. 22
28Kona hvers þeirra sjö
verður hún nú í uppris-
unni? Því að allir áttu
þeir hana. 29 En Jesús
svaraði og sagði við þá:
Þér villist, þar eð þér hvorki
þekkið ritningarnar né
mátt Guðs, 30því að
í upprisunni
munu menn
hvorki kvænast né giftast,
heldur eru þeir
eins og englar á himni.
31 En að því er snertir
upprisu dauðra,
hvort hafið þér eigi lesið
það, sem talað er
af Guði til yðar,
er hann segir: 32 Eg er
Guð Abrahams og Guð
ísaks og Guð Jakobs?
Ekki er hann Guð
dauðra, heldur lifenda.
33 Og er mannfjöldinn
heyrði þetta, undruðust
þeir kenningu hans.
Sbr. v. 46
Mark. 12
23 Kona hvers þeirra
verður hún nú í uppris-
unni, því að þeir sjö áttu
hana fyrir konu?
24]esús sagði við þá:
Er það ekki af því sem
þér villist, að þér hvorki
þekkið ritningarnar né
mátt Guðs? 25Því að
þegar menn rísa upp
frá dauðum, munu þeir
hvorki kvænast né giftast,
heldur eru þeir
eins og englar í himnunum.
26 En að því er snertir
hina dauðu,að þeir rísa upp,
hvort hafið þér ekki lesið
í bók Móse, þar sem
talað er um þyrnirunninn,
hvernig Guð talaði til
hans og sagði: Eg er
Guð Abrahams og Guð
ísaks og Guð Jakobs.
27Ekki er hann Guð
dauðra, heldur lifenda;
þér villist stórlega.
Sbr. llisb
Sbr. 1232
Sbr. 1234 b
Luk. 20
33Kona hvers þeirra
verður hún nú í uppris-
unni, því að þeir sjö áttu
hana fyrir konu? 34 Og
Jesús sagði við þá:
Börn þessarar aldar
kvænast og giftast; 35 en
þeir, sem álítast verðir
að fá hlutdeild í hinni
veröldinni og upprisunni
frá dauðum,
kvænast hvorki né giftast;
36þeir geta og alls ekki
framar dáið, því að þeir
eru englum jafnir og þeir
eru Guðs synir, þar sem
þeir eru synir upprisunnar.
32 En að
dauðir upprísi,
það hefir jafnvel
Móse sýnt, þar sem
talað er um þyrnirunninn,
er hann kallar drottin
Guð Abrahams og Guð
ísaks og Guð Jakobs.
38En ekki er hann Guð
dauðra, heldur lifenda,
því að honum lifa allir.
30 En nokkurir af fræði-
mönnunum svöruðu og
sögðu: Meistari, velmæltir
þú. 40Því að þeir þorðu
ekki framar að leggja
neinar spurningar fyrir
hann.
20