Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 202
166
§ 222
Matt. 26
eyrað. 52 Þá segir Jesús
við hann: Slíðra þú sverð
þitt; því að allir þeir, sem
grípa til sverðs, munu
farast fyrir sverði. 53Eða
hyggur þú, að eg geti
ekki beðið föður minn,
svo að hann nú sendi
mér til liðs meira en tólf
sveitir engla? 54Hvernig
ættu þá ritningarnar að
rætast, að það á þannig
að verða? 55 Á þeirri
stundu mælti Jesús við
mannfjöldann:
Lögðuð þér af stað eins
og á móti ræningja, með
sverðum og bareflum, til
þess að handtaka mig?
Daglega sat eg
í helgidóminum
og kendi, og þér hand
tókuð mig ekki. 56 En alt
þetta er komið fram, til
þess að ritningar spá-
mannanna rættust. Þá
yfirgáfu allir lærisveinarnir
hann og flýðu.
Mark. 14
eyrað.
48 Og Jesús tók til máls
og sagði við þá:
Lögðuð þér af stað eins
og á móti ræningja, með
sverðum og bareflum, til
þess að handtaka mig?
49DagIega var eg
hjá yður í helgidóminum
og kendi, og þér hand-
tókuð mig ekki; en
þetta er fram komið, til
þess að ritningarnar
rættust. 50 Og þeir
yfirgáfu hann allir
og flýðu.
51 Og maður nokkur
ungur fylgdist með hon-
um; hann var hjúpaður
línklæði á berum sér. Og
þeir leggja hönd á hann,
52en hann lét eftir lín-
klæðið og flýði nakinn.
Lúk. 22
eyrað. 54 En Jesús svaraði
og sagði: Látið hér við
staðar nema. Og hann
snart eyrað og læknaði
hann.
52 Og Jesús sagði við
æðstu prestana og varð-
foringja helgidómsins og
öldungana, sem komnir
voru á móti honum:
Lögðuð þér af stað eins
og á móti ræningja, með
sverðum og bareflum?
53Þegar eg daglega var
hjá yður í helgidóminum,
þá réttuð þér ekki út
hendur gegn mér, en
þetta er yðar tími og vald
myrkursins.
Mall. 2655 = Mark. 14r« = Lúk. 2253. Sbr. ]óh. I820: 20]esús svaraði honum: Eg
hefi talað opinberlega fyrir heiminum; eg hefi ávalt kent í samkunduhúsum og í helgidóm-
inum, þar sem allir Qyðingar koma saman, og ekkert hefi eg talað í leyni.