Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 19
3
§ 4 og 5
§ 4. Fundur Maríu og Elísabetar.
4. Lúk. 139—56
39 En á þessum dögum tók María sig upp og fór með flýti til fjallbygð-
arinnar, til Júda-borgar nokkurrar, 40og kom inn í hús Sakaría og heilsaði
Elísabet. 41 Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók
viðbragð í kviði hennar, og Elísabet fyltist heilögum anda, 42 kallaði upp með
hárri röddu og mælti: Blessuð sért þú meðal kvenna, og blessaður sé ávöxtur
kviðar þíns. 43 Og hvaðan kemur mér þetta, að móðir drottins míns kemur til
mín? 44Því sjá, þegar hljómurinn af kveðju þinni barst til eyrna mér, tók
barnið viðbragð af gleði í kviði mér. 45 Og sæl er hún, sem trúði því, að það
mundi rætast, sem talað var við hana frá drotni. 46 Og María sagði:
Ond mín miklar drottin
47 og andi minn hefir glaðst í Guði, frelsara mínum.
4SÞví að hann hefir litið á lítilmótleik ambáttar sinnar;
því sjá, héðan af munu allar kynslóðir mig sælar segja.
49Því að hinn voldugi hefir gjört mikla hluti við mig,
og heilagt ev nafn hans.
50 Og miskunnsemi hans varir frá kyni til kyns
við þá, sem óttast hann.
51Hann hefir máttarverk unnið með armlegg sínum,
hefir stökt á dreif hinum dramblátu í hugsun hjarta þeirra.
52Höfðingjum hefir hann hrundið úr hásætum og hafið lítilmótlega,
53hungraða hefir hann fylt gæðum og látið ríka tómhenta frá sér fara.
^Hann hefir tekið að sér fsrael, þjón sinn,
til þess að minnast miskunnar sinnar,
55 (samkvæmt því, sem hann talaði til feðra vorra),
— við Abraham og niðja hans æfinlega.
56 En María dvaldist hjá henni hér um bil þrjá mánuði og sneri síðan heim til sín.
§ 5. Fæðing Jóhannesar og umskurn.
5. Lúk. I57—80
57 En er meðgöngutími Elísabetar var liðinn, ól hún son. ssOg nágrannar
hennar og ættmann heyrðu, hversu mikla miskunn drottinn hefði auðsýnt henni,
og samfögnuðu þeir henni. 59 Og á áttunda degi komu þeir til að umskera
barnið, og vildu þeir láta það heita Sakaría í höfuðið á föður þess. 60 En
móðir þess svaraði og sagði: Engan veginn, heldur skal það heita Jóhannes.
61 Þá sögðu þeir við hana: Enginn er þó í ætt þinni, sem heitir því nafni.
62Bentu þeir þá föður hans, hvað hann vildi að hann skyldi heita. 63 Og hann
bað um spjald og reit: Jóhannes er nafn hans. Þá urðu allir forviða. 04 En