Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 77
§ 85. Varnarræða Jesú.
70. Matt. 1225-37
25 En hann vissi hug-
renningar þeirra og sagði
við þá:
Sérhveri það ríki,
sem sjálfu sér er sundur-
þykt, legst í auðn, og
sérhver borg eða heimili,
sem sjálfu sér er sundur-
þykt, fær eigi staðist.
20 Og ef Satan rekur Sat-
an út, þá er hann orðinn
sjálfum sér sundurþykkur;
hvernig ætti þá ríki hans
að standast?
27 Og ef eg
rek illu andana út með
fulltingi Beelsebúls, með
hvers fulltingi reka þá
synir yðar þá út? Fyrir
því skulu þeir vera dóm-
arar yðar. 28 En ef eg
rek illu andana út með
fulltingi Guðs anda, þá er
guðsríki komið yfir yður.
29Eða hvernig fær nokkur
komist inn í hús hins
sterka og rænt föngum
hans, nema hann áður
bindi hinn sterka? Og þá
mun hann geta rænt hús
hans.
30 Sá, sem ekki er með
mér, er á móti mér, og
sá sem ekki samansafnar
21. Mark. 323—30
23 Og hann kallaði þá
til sín og talaði til þeirra
í líkingum: Hvernig getur
Satan rekið Satan út?
24 Og ef ríki er orðið
sjálfu sér sundurþykt, þá
fær ríki það eigi staðist;
25 og ef heimili er orðið
sjálfu sér sundurþykt, þá
mun heimili það eigi fá
staðist. 26 Og ef Satan
hefir risið upp á móti
sjálfum sér, og er orðinn
sundurþykkur, fær hann
ekki staðist, heldur er úti
um hann.
27Nei, enginn getur
farið inn í hús hins
sterka, til að ræna föngum
hans, nema hann áður
bindi hinn sterka, og þá
mun hann geta rænt hús
hans.
Lúk. 1117—23, 12io og 643—45
17 En hann, er vissi hug-
renningar þeirra, sagði
við þá:
Sérhvert það ríki,
sem er sjálfu sér sundur-
þykt, legst í auðn, og
hús fellur á hús.
18 En ef og Satan er
sjálfum sér sundurþykkur,
hvernig fær ríki hans
þá staðist? Því að þér
segið, að eg reki illu
andana út með fulltingi
Beelsebúls. 19En ef eg
rek illu andana út með
fulltingi Beelsebúls, með
hvers fulltingi reka þá
synir yðar þá út? Dóm-
arar yðar skulu þeir
því vera. 20 En ef eg
rek illu andana út með
fingri Guðs, þá er
guðsríki komið yfir yður.
21 Þegar sterkur maður,
alvopnaður, varðveitir hús
sitf, þá er alt í friði, sem
hann á; 22 en komi sá,
sem sterkari er en hann,
og sigri hann, tekur hann
öll hertýgi hans, er hann
treysti á, og skiftir her-
fanginu frá honum.
23 Sá sem ekki er með
mér, er á móti mér; og
sá sem ekki samansafnar