Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 22
§ 7 og 8
6
þey. 20 En meðan hann var að hugsa um þetta, sjá, þá vitraðist honum engill
drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til
þín Maríu, konu þína, því að fóstur hennar er af heilögum anda. 21 Og hún
mun son ala og skalt þú kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa lýð
sinn frá syndum þeirra. 22 En alt þetta varð, til þess að rætast skyldi það,
sem mælt er af drotni fyrir munn spámannsins, er segir: 23S/á, meyjan mun
þunguð verða og son ala, og nafn hans munu menn kalla Immanúel, sem er
útlagt: Guð er með oss. 24 En þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill
drottins hafði boðið honum, og tók konu sína til sín; 23 og hann kendi hennar
ekki, unz hún hafði alið son, og hann kallaði nafn hans JESÚS.
§ 8, Fæðing Jesú.
6. Lúk. 2i— 20
1 En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Agústus keisara um
að skrásetja skyldi alla heimsbygðina. 2Þetta var fyrsta skrásetningin er gjörð
var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. 3Og fóru þá allir til að láta
skrásetja sig, hver til sinnar borgar. 4Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borg-
inni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að
hann var af húsi og kynþætti Davíðs, 5 til þess að láta skrásetja sig, ásamt
Maríu heitkonu* *) sinni, sem þá var þunguð. 6En á meðan þau dvöldust þar
kom að því, að hún skyldi verða léttari. 7Fæddi hún þá son sinn frumgetinn,
vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau
í gistihúsinu.
80g í þeirri bygð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarð-
ar sinnar. 90g engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kring
um þá, og urðu þeir mjög hræddir. 10 Og engillinn sagði við þá: Verið
óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn-
um; 11 því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði drottinn, í
borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og
liggjandi í jötu. 13 Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra her-
sveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
14Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim mönnum*), sem hann hefir velþóknun á.
15 Og er englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir hver við
annan: Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orð-
inn er og drottinn hefir kunngjört oss. 16Og þeir fóru með skyndi og fundu
bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. 17 En þegar þeir sáu
það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. 18Og
allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. 19 En María
geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér. 20 Og hirðarnir sneru
*) 5: Annar lesháltur: Maríu eiginkonu sinni.
*) 14: Eða: Og heill á jörðu þeim mönnum.