Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 48
§ 46 03 47
32
Matt. 6
eigum vér að eta? eða: Hvað eigum
vér að drekka? eða: Hverju eigum
vér að klæðast? 32Því að eftir öllu þessu
sækjast heiðingjarnir, og yðar himneski
faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
33 En leitið fyrst ríkis hans og rétt-
lætis, og þá mun alt þetta veitast yður
að auki. 34Verið því ekki áhyggju-
fullir um morgundaginn, því að morg-
undagurinn mun hafa sínar áhyggjur;
hverjum degi nægir sín þjáning.
Lúk. 12
um, hvað þér eigið að eta og hvað
þér eigið að drekka, og verið eigi
kvíðafullir;*) 30því að eftir þessu öllu
sækjast heiðingjarnir í heiminum; en
faðir yðar veit, að þér þarfnist þessa.
31 Leitið heldur ríkis hans, og þá mun
þetta veitast yður að auki. 32Vertu
ekki hrædd, litla hjörð, því að föður
yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið.
§ 47. Um að
31. Matt. 7i-s
i Dæmið ekki, til þess að þér
verðið ekki dæmdir; 2því að með
þeim dómi, sem þér dæmið, verðið
þér dæmdir,
og með þeim mæli, sem þér mælið,
verður yður mælt.
3 En hví sér þú flísina
í auga bróður þíns, en tekur ekki
eftir bjálkanum í auga þínu?
4 Eða hvernig getur þú
sagt við bróður þinn: Lát mig
draga út flísina úr auga þér, og
gengur svo sjálfur með bjálka í
dæma ekki.
Lúk. 637—»2
37 Og dæmið ekki, þá munuð þér
ekki heldur verða dæmdir. Og sak-
fellið eigi, og þá munuð þér eigi
heldur verða sakfeldir. Sýknið, og þá
munuð þér sýknaðir verða. 38 Gefið,
og þá mun yður gefið verða; góður
mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur
mun gefinn verða yður í skaut;
því að með þeim mæli, sem þér mælið,
mun yður aftur mælt verða.
39 En hann sagði þeim og líkingu:
Hvort fær blindur leitt blindan? Munu
þeir ekki báðir falla í gryfju? 40 Ekki
er lærisveinninn yfir meistaranum, en
hver sem er fullnuma, verður eins og
meistari hans. 41 En hví sér þú flísina,
sem er í auga bróður þíns, en tekur
ekki eftir bjálkanum, sem er í þínu
eigin auga? 42Eða hvernig fær þú
sagt við bróður þinn: Bróðir, lát þú
mig draga út flísina, sem er í auga
þér, þar sem þú sér ekki sjálfur
) Eða: verið ekki heimlufrekir.