Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 207
191
§ 224 og 225
Matt. 27
láta hann; 2ogþeirbundu
hann, fóru burt með
hann og framseldu hann
Pílatusi landshöfðingja.
Mark. 15
ráðstefnu, bundu
Jesúm og fóru burt með
hann og framseldu hann
Pílatusi.
Lúk. 23
23iOg þeir stóðu upp,
allur hópurinn
og færðu hann til
Pílatusar.
§ 225. Iðrun og dauðdagi Júdasar.
159. Mall. 273-10
3Þá er Júdas, sem sveik hann, sá að hann var dæmdur sekur, þá iðr-
aðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum aftur hinum þrjátíu
silfurpeningum og sagði; 4Eg hefi drýgt synd, er eg sveik saklaust blóð. En
þeir sögðu: Hvað varðar oss um það? Þú verður sjálfur að sjá fyrir því.
50g hann fleygði silfurpeningunum inn í musterið og hafði sig á braut; og
hann fór burt og hengdi sig. 6En æðstu prestarnir tóku silfurpeningana og
sögðu: Það er eigi leyfilegt að leggja þá í guðskistuna, þar sem þeir eru
blóðs verð. 7En er þeir höfðu haldið ráðstefnu, keyptu þeir fyrir þá leirkera-
smiðs-akurinn til grafreits fyrir útlendinga. 8Fyrir því er akur þessi kallaður
Blóðakur alt til þessa dags. 9 Rættist þá það, er talað er af Jeremía spámanni,
er hann segir: Og þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, verð hins metna, sem
þeir mátu af hálfu Israels sona; 1°og þeir gáfu þá fvrir leirkerasmiðs-akurinn,
eins og drottinn hafði fyrir mig Iagt.
Matt. 27i—2 = Mark. 15i = Lúk. 2266 og 23i. Sbr. ]óh. 182S—32: 28 Nú færa þeir
]esúm frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans, en það var snemma morguns, og þeir gengu
ekki sjálfir inn í höllina, til þess að þeir saurguðust ekki, heldur mættu neyta páskalambsins.
20Pílatus gekk því út til þeirra og segir: Hverja ákæru færið þér gegn þessum manni?
30 Þeir svöruðu og sögðu við hann: Væri hann ekki illræðismaður, þá hefðum vér ekki
framselt þér hann. 31 Pílatus sagði þá við hann: Takið þér hann og dæmið hann eftir yðar
lögum. Þá sögðu Gyðingarnir við hann: Oss leyfist ekki að taka nokkurn mann af lífi.
3JÞví að rætast hlaut orð ]esú, sem hann mælti, þá er hann gaf til kynna, með hvaða
dauðdaga hann mundi deyja.
Matt. 27s—s. Sbr. Post. 118—19: 18Þessi maður keypti nú reit fyrir ranglætislaunin, og
hann steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju, og iðrin öll féllu úf; 19 og það varð kunn-
ugt öllum Jerúsalembúum, svo að reitur sá var kallaður á tungu þeirra Akeldama, það
er blóðreitur.