Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 142
§ 159, 160 og 161
126
eign sinni við kynslóð sína en börn ljóssins. 90g eg segi yður: Gjörið yður
vini með mammon ranglætisins, til þess að þeir, þegar hann þrýtur, taki við
yður í hinar eilífu tjaldbúðir. 10 Sá sem er trúr í mjög litlu, er einnig trúr í
stóru, og sá sem er ranglátur í mjög litlu, er og ranglátur í stóru. 1JEf þér
því ekki hafið verið trúir í hinum rangláta mammon, hver mun þá trúa yður
fyrir sannri auðlegð? 120g ef þér hafið ekki verið trúir í því, sem aðrir eiga,
hver mun þá gefa yður það, sem er yðar eigið? 13Enginn þjónn getur þjónað
tveimur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða
aðhyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon*).
§ 160. Um hroka Faríseanna.
102. Lúk. 16i4-b
14 En Farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu alt þetta, og gerðu
gys að honum. 15Og hann sagði við þá: Þér eruð mennirnir, sem réttlætið
sjálfa yður í augsýn manna; en Guð þekkir hjörtu yðar; því að það sem er
hátt meðal manna, er viðurstygð í augsýn Guðs.
§ 161. Um lögmálið og hjónaskilnað.
Matt. 11 og 5
ll12En frá dögum Jóhannesar skír-
ara og alt til þessa verður himnaríki
fyrir ofbeldi,
og ofbeldismenn taka það
með valdi; 13því að allir spámennirnir
og lögmálið spáðu alt fram að Jóhannesi.
518því að sannlega segi eg yður:
þangað til himinn og
jörð líða undir lok, mun ekki einn smá-
stafur eða einn stafkrókur lögmálsins
undir lok líða, unz alt er komið fram.
32 En eg segi yður, að hver sem skilur
við konu sína, nema fyrir hórsök,
verður þess valdandi, að hún drýgirhór;
og hver sem gengur að eiga fráskilda
konu, drýgir hór**).
103. Lúk. 16i6—18
16Lögmálið og spámennirnir náðu
alt til Jóhannesar; síðan er fagnaðar-
boðskapurinn um guðsríki prédikaður,
og hver maður þrengir sér inn í það
með valdi.
17 En auðveldara er að himinn og
jörð líði undir lok en að einn
stafkrókur lögmálsins
gangi úr gildi.
18Hver, sem skilur
við konu sína og gengur að eiga aðra,
drýgir hór,
og hver, sem gengur að eiga konu,
sem skilin er við mann, drýgir hór**).
*) Sbr. Matt. 624, sjá bls. 31 (§ 45).
**) Sbr. Matt. 199 = Mark. lOn—12.