Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 42
§ 33. 34 og 35
26
Matt. 5
burt, sæztu fyrst við bróður þinn, og
kom síðan og ber fram gáfu þína.
2SVerlu skjótur til sætta við mót-
stöðumann þinn, meðan þú ert enn á
veginum með honum, svo að mót-
stöðumaðurinn selji þig eigi dómaran-
um í hendur, og dómarinn selji þig
þjóninum í hendur, og þér verði varp-
að í fangelsi.
26Sannlega segi eg þér: Þú munt
alls ekki komast út þaðan, fyr en þú
hefir borgað hinn síðasta eyri.
Lúk. 1257—59
570g hví dæmið þér ekki jafn-
vel af sjálfum yður, hvað rétt sé?
58Því að þegar þú fer með mótstöðu-
manni þínum til valdsmanns, þá kost-
aðu á veginum kapps um að sættast
við hann, til þess að hann dragi þig
ekki fyrir dómarann, því að dómar-
inn mun afhenda þig fangaverðinum
og fangavörðurinn varpa þér í fangelsi.
59Eg segi þér, þú munt alls ekki kom-
ast út þaðan, fyr en þú hefir borgað
jafnvel hinn síðasta smápening.
§ 34. Um hórdóm.
18. Matt. -527—30
27 Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór; 28en eg segi
yður, að hver sem lítur á konu með girndarhug, hefir þegar drýgt hór með
henni í hjarta sínu. 29 Ef hægra auga þitt hneykslar þig, þá ríf það út og
kasta því frá þér, því að betra er þér, að einn lima þinna tortímist, en að
öllum líkama þínum verði kastað í helvítiw). 30 Og ef hægri hönd þín hneykslar
þig, þá sníð hana af og kasta henni frá þér, því að betra er þér, að einn
lima þinna tortímist, en að allur líkami þinn lendi í helvíti§ **).
§ 35. Um hjónaskilnað.
19. Matt. 531-32. (Sbr. 199).
Mark. IO11 -12
Lúk. 16is
31 Það hefir einnig ver-
ið sagt: liver sem skilur
við konu sína, skal
gefa henni skilnaðarskrá.
32 En eg segi yður, að
hver sem skilur við konu
sína, nema fyrir hórsök,
verður þess valdandi, að
hún drýgir hór; og hver
sem gengur að eiga frá-
skilda konu, drýgir hór.
11 Og hann segir við þá:
Hver sem segir skilið við
konu sína og gengur að
eiga aðra, hann drýgir
hór gegn henni 120g ef
hún skilur við mann sinn
og giftist öðrum, þá drýg-
ir hún hór.
18Hver, sem skilur við
konu sína og gengur að
eiga aðra, drýgir hór, og
hver, sem gengur að eiga
konu, sem skilin er við
mann, drýgir hór.
) i frummálinu: Gehenna.
**) Sbr. Malt. 18s—q; Mark. 9i3—ts. Sjá § 129.