Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 123
107
§ 134
§ 134. Dæmisagan um skulduga þjóninn.
111. Matt. 1823—35
23 Fyrir því er himnaríki líkt konungi einum, sem gjöra vildi upp reikn-
ing við þjóna sína. 24En er hann tók að gjöra upp, var færður til hans einn,
er skuldaði tíu þúsund talentur. 25 En er hann hafði ekkert til að borga með,
skipaði herra hans að selja skyldi hann, konu hans og börn og allar eigur
hans, og skuldin borgast. 26Þá féll þjónninn fram, Iaut honum og sagði: Herra,
haf biðlund við mig, og eg mun borga þér alt. 27 En herra þjóns þessa kendi
í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina. 28 En er hann
fór út, hitti þessi þjónn einn af samþjónum sínum, sem skuldaði honum
hundrað denara; og hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði:
Borga það, sem þú skuldar! 29Samþjónn hans féll þá fram, bað hann og
sagði: Haf biðlund við mig, og eg mun borga þér. 30En hann vildi eigi,
heldur fór og varpaði honum í fangelsi, unz hann hafði borgað skuldina.
31 En er nú samþjónar hans sáu hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir. Og
þeir komu og sögðu húsbónda sínum alt, sem orðið var. 32 Þá lét húsbóndi
hans kalla hann til sín og segir við hann: Illi þjónn, eg gaf þér upp alla
skuldina, með því að þú baðst mig; 33bar þá eigi einnig þér að vera mis-
kunnsamur við samþjón þinn, eins og eg var miskunnsamur við þig. 34 Og hús-
bóndi hans varð reiður og seldi hann í hendur böðlunum, þangað til hann
hefði borgað alla skuldina. 35Þannig mun einnig faðir minn himneskur breyta
við yður, ef þér fyrirgefið ekki hver og einn af hjarta bróður yðar.