Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 151
135
§ 172 OQ 173
Matt. 19
eða móður eða börn eða
akra, sakir nafns míns,
mun fá hundraðfalt
og erfa eilíft líf.
30 En margir þeir, er
fyrstir eru, skulu verða
síðastir, og síðastir
fyrstir.
Mark. 10
eða föður, eða börn eða
akra, vegna mín og vegna
fagnaðarerindisins, 30 að
ekki fái hann hundraðfalt,
nú á þessum tíma heimili
og bræður og systur og
mæður og börn og akra,
ásamt ofsóknum, og í
hinum komandi heimi
eilíft líf.
31 En margir þeir, er
fyrstir eru, skulu verða
síöastir og hinir síðustu
fyrstir.
Lúk. 18
eða börn
vegna
guðsríkisins, 30að
hann fái það ekki margfalt
aftur á þessum tíma
og í
hinum komandi heimi
eilift líf.
Sbr. 1330
§ 173. Dæmisagan um verkamenn í víngarði.
115. Matt. 20i—ið
1 Því að himnaríki er líkt húsbónda einum, er gekk út árla dags, til þess
að leigja verkamenn í víngarð sinn. 2En er hann hafði samið við verkamenn-
ina um denar um daginn, sendi hann þá í víngarð sinn. 3Og hann gekk út
um þriðju stundu, og sá aðra standa á torginu iðjulausa 4og sagði við þá:
Farið þér einnig í víngarðinn, og mun eg gefa yður það, sem réttlátt er. Og
þeir fóru. 5Enn gekk hann út um séttu og níundu stundu, og gjörði á sömu
leið. 6En er hann gekk út um elleftu stundu, fann hann aðra standandi og
segir við þá: Hví standið þér hér allan daginn iðjulausir? 7Þeir segja við
hann: Af því að enginn hefir leigt oss. Hann segir við þá: Farið þér einnig
í víngarðinn. 8En er kveld var komið, segir herra víngarðsins við verkstjóra
sinn: Kalla þú á verkamennina og gjald þeim kaupið, og byrja á hinum síð-
ustu og enda á hinum fyrstu. °Og þeir komu, sem leigðir voru um elleftu
stundu, og fengu sinn denarinn hver. 10 Og er hinir fyrstu komu, hugðu þeir,
að þeir mundu fá meira, og þeir fengu einnig sinn denarinn hver. nEn er
þeir höfðu tekið við honum, mögluðu þeir gegn húsbóndanum og sögðu:
12Þessir hinir síðustu hafa unnið eina stund, og þú hefir gjört þá jafna oss,
er borið höfum þunga dagsins og hita. 13 En hann svaraði og sagði við einn
þeirra: Vinur, ekki gjöri eg þér rangt til. Hafðir þú eigi samið við mig um
einn denar? 14Tak þú þitt og haf þig á braut. En eg vil gefa þessum síð-
asta eins og þér. 15 Leyfist mér eigi að fara með eigur mínar eins og eg vil?
Eða ertu öfundsjúkur, af því að eg er góðsamur? 16Þannig munu hinir síð-
ustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir.