Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 34
§ 20 og 21
18
Matt. 4
Gjörið iðrun, því að himna-
ríki er nálægt.
Mark. 1
sagði: Tíminn er fullnaður
og guðsríki er nálægt;
gjörið iðrun og trúið fagn-
aðarboðskapnum.
Lúk. 4
grend. 15 Og hann kendi
í samkunduhúsum þeirra
og var lofaður af öllum.
§ 21. í Nazaret.
18. Lúk. 4ið—3o. (Sbr. Mark. 6i—6 = Matt. 1353—58).
160g hann kom til Nazaret, þar sem hann hafði alist upp, og gekk á
hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkunduhúsið og stóð upp til
að lesa. 170g var honum fengin bók ]esaja spámanns; og hann fletti sundur
bókinni og fann staðinn þar sem ritað var: l8Andi drottins er yfir mér, af
því að hann hefir smurt mig, til að flytja fátækum gleðilegan boðskap; hann
hefir sent mig, til að boða bandingjum lausn og blindum, að þeir sku/i aftur
fá sýn, til að láta þjáða Iausa, 19til að kunngjöra hið þóknanlega ár drottins.
20 Og hann vafði saman bókina, fékk hana þjóninum og settist niður, og allir
í samkunduhúsinu störðu á hann. 21 En hann tók að tala til þeirra: I dag
hefir ræzt þessi ritningargrein, sem þér nú hafið heyrt. 22 Og allir lofuðu hann
og undruðust þau yndislegu orð, sem fram gengu af munni hans, og sögðu:
Er ekki þessi maður sonur Jósefs? 23Og hann sagði við þá: Sjálfsagt munuð
þér minna mig á orðtakið: Læknir, lækna sjálfan þig; gjör einnig hér í föður-
borg þinni alt það, sem vér höfum heyrt að gjörst hafi í Kapernaum. 24Enn
fremur sagði hann: Sannlega segi eg yður, enginn spámaður er vel metinn í
landi sínu. 25 En eg segi yður það satt, að margar ekkjur voru í ísrael á
dögum Elía, þegar himininn var lokaður í þrjú ár og sex mánuði, og mikið
hungur var í öllu landinu; 26og ekki var Elía sendur til neinnar þeirra, held-
ur aðeins til Sarepta í Sídon-landi til konu, sem var ekkja. 27 Og margir voru
líkþráir í Israel á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður,
heldur aðeins Naaman Sýrlendingur. 28 Og allir í samkunduhúsinu fyltusí reiði,
er þeir heyrðu þetta, 29 og risu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með
hann út á brún fjalls þess, sem borg þeirra var bygð á, til þess að hrinda
honum þar niður. 30 En hann gekk burt mitt á milli þeirra og fór leiðar sinnar.
Lúk. 422 (= Matt. 1354—55 = Mark. 62—3). Sbr. a) Jóh. 7is: l5Gyðingana furÖaði nú
á því, og þeir sögðu: Hvaðan hefir þessi maður lærdóm sinn og hefir þó enga tilsögn
hlotið? — b) Jóh. 642: 42Og þeir sögðu: Er það ekki hann Jesús Jósefsson? Og þekkjum vér
ekki föður hans og móður? Hvernig segir hann þá nú: Eg hefi stigið niður af himni?
Lúk. 424 (= Matt. 1357 = Mark. 64). Sbr. Jóh. 444 : 44 Því að Jesús vitnaði sjálfur,
að spámaður væri ekki í metum í landi sínu.