Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 87
71
§ 99, 100, 101 oq 102
§ 99. Skýrð dæmisagan um illgresið.
82. Matt. 1336—43
36Þá yfirgaf hann mannfjöldann og gekk inn í húsið; og lærisveinar
hans komu til hans og sögðu: Útskýr þú fyrir oss dæmisöguna um illgresið á
akrinum. 37 En hann svaraði og sagði: Sá er sáir góða sæðinu, er manns-
sonurinn; 38en akurinn er heimurinn; en góða sæðið, það eru synir ríkisins,
en illgresið, það eru synir hins vonda; 39en óvinurinn, er sáði því, er djöfull-
inn; en kornskurðartíminn er endir veraldar; en kornskurðarmennirnir eru
englar. 40Eins og því illgresinu er safnað og það brent í eldi, þannig mun
fara við endi veraldar; 41 manns sonurinn mun senda engla sína, og þeir munu
saman safna úr ríki hans öllum hneykslunarmönnum og þeim, er lögmálsbrot
fremja, 42 og munu kasfa þeim í eldsofninn; þar mun vera grátur og gnístran
tanna. 43 Þá munu hinir réttlátu skína sem sólin í ríki föður þeirra. Hver
sem eyru hefir, hann heyri.
§ 100. Dæmisagan um fjársjóðinn og perluna.
83. Matt. 1344—46
44 Líkt er himnaríki fjársjóði, er fólginn var í akri, en maður nokkur
fann og faldi, og í gleði sinni fer hann burt og selur alt, sem hann á, og
kaupir akur þennan.
45Enn er himnaríki líkt kaupmanni einum, sem leitaði að fögrum perl-
um; 46 og er hann hafði fundið eina dýra perlu, fór hann og seldi alt, sem
hann átti, og keypti hana.
§ 101. Dæmisagan um netið.
84. Matt. 1347 50
47Enn er himnaríki líkt neti, er lagt var í sjóinn og safnaði í sig af
öllum tegundum; 48og er það var orðið fult, drógu menn það á land og sett-
ust niður, söfnuðu hinum góðu í ker, en köstuðu hinum óætu út aftur.
49Þannig mun verða við endi veraldar; englarnir munu fara út og skilja hina
vondu menn frá hinum réttlátu, 50 og þeir munu kasta þeim í eldsofninn; þar
mun vera grátur og gnístran tanna.
§ 102. Niðurlagsorð.
85. Matt. 1351—52
51 Hafið þér skilið alt þetta? Þeir segja við hann: Já. 52En hann sagði
við þá: Þess vegna er sérhver fræðimaður, sem er orðinn lærisveinn himna-
ríkis, líkur húsráðanda, sem ber fram nýtt og gamalt úr fjársjóði sínum.