Hugur - 01.01.1994, Side 8
6
Agúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
ankannalega, gott ef ekki púkalega, og minna á fatadruslur sem
enginn vill lengur klæðast þótt ekki sé langt um liðið síðan menn
slógust hatrammlega um hvorar færu betur. Deilur frjálslyndra og
samfélagssinna eru hins vegar af öðru tagi og einkennast af meiri
pólitískri sanngirni, kannski af því að skemmra er milli skauta en
áður.
Gamlir Hegelistar munu horfa með söknuði á eftir gneistafluginu
sem skapast þegar andstæðum hugmyndum og hugsjónum lýstur
saman og menn takast á um mikilsverða hluti, hver maður óhaggan-
legur á sinni tesu. Og vísast er að menn séu ekki hættir að deila, til
þess eru heimspekingar og aðrir fræðimenn sem komist hafa í tæri við
Wittgenstein of hyggnir; ef allar deilur yrðu settar niður, þá væri lítill
okkar starfsakur.
Einfeldningsleg trú á töfralausnir sem einkenndi bjartsýna upp-
gangstíma eftirstríðsáratuganna og það trúarofstæki sem einkenndi
allar hliðar kalda stríðsins hefur vikið fyrir auknu félagslegu og
fræðilegu raunsæi. Að einhverju marki hafa sverð hárbeittra algildra
kenninga verið slíðruð í leit að lýsingum og reglum sem duga í því
íjöllynda samfélagi mótsagna og togstreitu sem við höfum búið okkur
sjálf. Frá þessu eru að sjálfsögðu fjölmargar undantekningar. Ennþá
finnast „absolutistar" eða algildingar eins og mætti kalla þá, sem leita
algildra sanninda utan og ofan við mannheima, Hegelistar sem ýmist
bíða, boða eða bjóða endalok sögunnar og alheimsfrið að hætti
meistara Kants. En hinir eru miklu fleiri sem hafa áttað sig á þeim
sannindum sem Aristóteles vildi hafa að leiðarljósi stjórnmála-
heimspekinnar að niðurstaðan verður aldrei öruggari en forsendurnar
sem hún er leidd af og því verði hin mikil vægustu svið mannlífsins að
mótast af hagnýtri skynsemi — öðru er ekki til að dreifa. Slíkt þykir
Nýarssinna (sem er tillaga að þýðingu á Neo-Aristotelianist) eins og
ritstjóra Hugar, mikil tíðindi.
Þeir sem eitt sinn hefðu á íslensku verið eyrnamerktir sem vinstri
sinnar hafa dregið margvíslegan lærdóm af þróun mála á síðustu
tveimur áratugum. Þeir eru orðnir mun jarðbundnari í hugsun og
tilbúnari en áður að byggja á þeim grunni sem þróun vestrænna
fulltrúalýðræðisrikja hefur mótast af síðustu áratugi; markaðshagkerfi,
fjölbreyttri samfélagsgerð sem byggir á umburðarlyndi, einstaklings-
hyggju og takmörkuðu og afmörkuðu velferðarkerfi samfara mikilli