Hugur - 01.01.1994, Page 9

Hugur - 01.01.1994, Page 9
HUGUR Inngangur rítstjóra 7 trú á mannréttindi. Fyrir sitt leyti hafa frjálslyndir, þeir sem eitt sinn gengu þrammandi undir herlúðrum frjálshyggju og ofurtrúar á mátt þeirrar ósýnilegu markaðshandar sem öllu átti að stýra, dregið í land og fallist á að hlutdeild að samfélagi fylgir ábyrgð, ábyrgð sem hönd markaðarins er ekki einni treystandi til að axla. Nú er ekki nema sjálfsagt að viðurkenna að þessi orð mín mótast af upplýstri von fremur en umfangsmiklum rannsóknum. Þá ekki síður hitt, að þótt ég trúi því að meira beri á sanngirni í heimi fræðanna en áður, þá tel ég líka að það muni taka nokkurn tíma fyrir þessa sann- girni að finna sér farveg í almennri stjórnmálaumræðu — svo ekki sé minnst á athafnir þeirra sem við stjórnvölinn sitja — og því miður er engin trygging fyrir því að þetta komist nokkurn tíma til skila. Og þessari von langar mig að deila með lesendum Hugar ef það gæti orðið til að sannfæra þá um að ekki sé með öllu vonlaust um uppskeru úr þeim akri sem ég hef sjálfur helst sáð í, sem er stjórnmálaheimspeki samtímans. Tilhneigingu til að snúa baki við einstrengingslegum viðhorfum mátti vel merkja á þingi réttarheimspekinga í Reykjavík, og hennar sér einnig stað í þeim greinum sem birtast undir þema þessa heftis. Þótt það sé næsta fánýtur fróðleikur í fjöllyndum heimi, þá má benda á að þrátt fyrir að þrír fyrirlestranna séu þýddir þá eru þeir allir eftir „Islendinga" í einhverjum skilningi. Langsóttast er að kalla Wayne J. Norman Islending, enda dytti honum það ekki í hug sjálfum. En langafi hans yfirgaf kot eitt í Norðurárdal um mitt ár 1886, fluttist til Vesturheims og leit aldrei til baka. Bæði Jóhann Páll Árnason og Sigríður Þorgeirsdóttir héldu ung ulan til heimspekináms. Jóhann hefur kosið sér starfsvettvang í Ástralíu og Sigríður vinnur nú um stundir í Þýskalandi, þótt enn séu tengslin við Island náin. Hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á stjórnmálaþátttöku kvenna á Islandi. Það er eftirtektarvert að skoða hvernig Sigríður færir rök l'yrir þcirri skoðun sinni að femínistar megi alls ekki gefa frjálslyndið og einstaklingshyggjuna upp á bátinn því þar sé að finna bestu vörnina fyrir réttindum kvenna og sterkustu rökin í áframhaldandi baráttu þeirra. Öðruvfsi mér áður brá, kann einhverjum að verða hugsað eftir lestur greinar Sigríðar, en það er enn frekar til stuðnings þeirri full-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.