Hugur - 01.01.1994, Page 9
HUGUR
Inngangur rítstjóra
7
trú á mannréttindi. Fyrir sitt leyti hafa frjálslyndir, þeir sem eitt sinn
gengu þrammandi undir herlúðrum frjálshyggju og ofurtrúar á mátt
þeirrar ósýnilegu markaðshandar sem öllu átti að stýra, dregið í land
og fallist á að hlutdeild að samfélagi fylgir ábyrgð, ábyrgð sem hönd
markaðarins er ekki einni treystandi til að axla.
Nú er ekki nema sjálfsagt að viðurkenna að þessi orð mín mótast af
upplýstri von fremur en umfangsmiklum rannsóknum. Þá ekki síður
hitt, að þótt ég trúi því að meira beri á sanngirni í heimi fræðanna en
áður, þá tel ég líka að það muni taka nokkurn tíma fyrir þessa sann-
girni að finna sér farveg í almennri stjórnmálaumræðu — svo ekki sé
minnst á athafnir þeirra sem við stjórnvölinn sitja — og því miður er
engin trygging fyrir því að þetta komist nokkurn tíma til skila. Og
þessari von langar mig að deila með lesendum Hugar ef það gæti
orðið til að sannfæra þá um að ekki sé með öllu vonlaust um uppskeru
úr þeim akri sem ég hef sjálfur helst sáð í, sem er stjórnmálaheimspeki
samtímans.
Tilhneigingu til að snúa baki við einstrengingslegum viðhorfum mátti
vel merkja á þingi réttarheimspekinga í Reykjavík, og hennar sér
einnig stað í þeim greinum sem birtast undir þema þessa heftis. Þótt
það sé næsta fánýtur fróðleikur í fjöllyndum heimi, þá má benda á að
þrátt fyrir að þrír fyrirlestranna séu þýddir þá eru þeir allir eftir
„Islendinga" í einhverjum skilningi. Langsóttast er að kalla Wayne J.
Norman Islending, enda dytti honum það ekki í hug sjálfum. En
langafi hans yfirgaf kot eitt í Norðurárdal um mitt ár 1886, fluttist til
Vesturheims og leit aldrei til baka. Bæði Jóhann Páll Árnason og
Sigríður Þorgeirsdóttir héldu ung ulan til heimspekináms. Jóhann
hefur kosið sér starfsvettvang í Ástralíu og Sigríður vinnur nú um
stundir í Þýskalandi, þótt enn séu tengslin við Island náin. Hefur hún
meðal annars fengist við rannsóknir á stjórnmálaþátttöku kvenna á
Islandi.
Það er eftirtektarvert að skoða hvernig Sigríður færir rök l'yrir þcirri
skoðun sinni að femínistar megi alls ekki gefa frjálslyndið og
einstaklingshyggjuna upp á bátinn því þar sé að finna bestu vörnina
fyrir réttindum kvenna og sterkustu rökin í áframhaldandi baráttu
þeirra. Öðruvfsi mér áður brá, kann einhverjum að verða hugsað eftir
lestur greinar Sigríðar, en það er enn frekar til stuðnings þeirri full-