Hugur - 01.01.1994, Page 28

Hugur - 01.01.1994, Page 28
26 Wayne Norman HUGUR Regla 5: Sameiginlegar forsendur fyrir réttlætingarökum eiga sér tvær áreiðanlegar uppsprettur. Þetta eru ígrundaðir siðferðisdómar og almenn siðferðislögmál33 sem hægt er að „púsla saman úr hvers - dagslegu siðferði, úr þeim atriðum sem samkomulag er um meðal helstu siðfræðihefða okkar, trúarlegra sem veraldlegra, og úr kjarna laganna, sérstaklega óskráðra réttarreglna sem líta má á sem formlega framsetningu ákveðinnar samskiptatækni sem hagnýt skynsemi beitir við hagsmunaárekstra ,..“33 Andspænis tilteknum vandamálum stjórnmála er nægjanlegt að leiða réttlætingar á stofnunum af síðari uppsprettunni, sameigin- legum siðferðislögmálum. Líklegt er þó að slík lögmál séu annað hvort mjög sjaldgæf, eða mjög almenn — og standist því ekki stofnanaprófið. Hvort heldur sem er, þá dugar slík nálgun líklega einungis þegar um er að ræða vandamál sem eru ný af nálinni eða sem ekki er búið að rannsaka ítarlega.34 Það er líklega til marks um að slík lögmál nægja oft ekki til að Ieysa ágreining manna, að mörg vel þekkt vandamál stjórnmálaheimspekinnar eru viðvarandi þrátt fyrir að ýmis almenn lögmál stefni í sömu átt. Djörf tilraun til að leiða afgerandi réttlætiskenningu af sértæku samkomulagi um tiltekin grundvallaratriði er könnun Ronald Dworkins á „jafn- réttisflekanum". Hugmyndin er sú að flestar öndverðar forskrift- arkenningar samtíma stjórnmálaheimspeki eigi sameiginlega eina meginreglu sem sé sú að allir einstaklingar eigi skilið að tekið sé jafnt tillit til þeirra og þeim sýnd jöfn virðing.35 Nánast öll samtíma stjórnmálaheimspeki í hinum enskumælandi heimi reiðir sig á forsendur sem fela í sér ígrundaða siðferðisdóma, þar með talin sú heimspeki sem byggir á sameiginlegum lögmálum. 32 Strangt til tekið þá færast þessar tvær tegundir siðferðilegra staðhæfinga frá hinu sérstaka til hins almenna. Rawls leggur áherslu á að „ein hliðin á yftrveguðu jafnvægi [reflective equilibrium] er sú að í því felst að ígrunduð sannfæring okkar felur í sér öll stig umfangs', ekki er litið á eitthvert eitt stig, svo sem stig sérstakra lögmála eða stig einstakra dóma um einstök tilfelli, sem algeran grundvöll. Öll stigin hafa í upphafi nokkuð til síns máls. Political Liberalism, s. 8 nmgr. - áhersluauki minn. 33 Buchanan, Secesson: The Morality of Political Divorce from Fort Sumter to Lithuania and Quebeck, s. xii. 34 Hér hef ég í huga til dæmis tök Buchanans á siðferði aðskilnaðar ríkjahluta eða þjóðarbrota, sama rit, og tök Joseph Carens á fólksflutningum í „Aliens and Citizens: the Case for Open Borders," The Review of Politics, 49 no. 2 (1987). 35 Sjá Dworkin, „In Defence of Equality," Social Philosophy and Policy, I no. I (1983); sjá einnig Will Kymlicka, Contemporary Political Philosophy.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.