Hugur - 01.01.1994, Side 32

Hugur - 01.01.1994, Side 32
30 Wayne Norman HUGUR 2) Við getum verið sammála um hverskonar atriði skipta máli, en ósammála um vægi einstakra atriða. 3) Hugtök siðferðis og stjórnmála eru óljós af gildum ástæðum og þeim er oft beitt á mjög erfið tilfelli. Þetta leiðir af sér ákveðna óvissu um þá dóma sem byggja á þessum hugtökum. 4) „Að einhverju leyti (og að hve miklu leyti er ómögulegt að segja) þá mótar reynsla okkar í heild sinni, samanlagt líf okkar fram að þessu, það hvernig við vegum gögn og einstök gildi í siðferði og stjórnmálum; og heildarreynsla okkar hlýtur alltaf að vera ólík“ — sérstaklega í nútímasamfélagi. 5) „I deilum koma oft fyrir mismunandi forskriftir, með mismunandi vægi, og erfitt getur verið að meta heildar- myndina af óhlutdrægni." 6) Eins og Sir Isaiah Berlin hefur Iagt áherslu á: „sérhvert kerfi stofnana í samfélagi takmarkast af þeim gildum sem það heimilar og því er nauðsynlegt að val eigi sér stundum stað milli allra kosta siðferðis og stjórnmála sem hægt væri að framkvæma.“45 I hvaða nútíma samfélagi sem vera skal og stjórnmálaheimspek- ingur kýs að beina sjónum sínum að, þá gera þessar ástæður ósam- komulags það mögulegt (jafnvel líklegt, eða nánast óum- flýjanlegt?) að grundvallarsammæli skorti; það er, sameiginlega ígrundaða dóma sem nauðsynlegir eru til að réttlæta sérhverja hugmynd um réttlæti gagnvart breiðum hópi sanngjarnra þegna. Eða með öðru orðalagi: þeir ígrunduðu dómar, sem við í sam- einingu föllumst á setja þeim réttlætishugmyndum, sem koma til greina of þröngar skorður til þess að slik hugmynd muni gagnast við lausn á djúpstæðum deilum um hugmyndafræði og stjórnmál. Af þessu og öðrum sambærilegum orsökum er ólíklegt að sá sem af samkvæmni nýtir aðferðafræði í anda Rawls reyni svo mikið sem að benda á víðtæka réttlætiskenningu sem gæti, í fyrsta lagi fullnægt reglu 4 um stofnanaprófið, það er þjónað sem nothæft ákvörðunarferli við mat á réttlæti höfuðstofnana samfélagsins;46 og sem í öðru Iagi væri þannig að allir sanngjarnir aðilar í fjölbreyttu nútímasamfélagi gætu fallist á hana. Ég hef þegar bent á að flestir fylgjendur aðferðafræði í anda Rawls sem sent hafa frá sér efni á síðasta áratug eða svo, virðast forðast þetta verkefni. 45 Öll þessi sex atriði eru rædd ítarlegar í Political Liberalism, s. 56 o.áfr. 46 Stofnanaprófið útilokar að notuð sé óskýr eða almenn tilvísun í til dæmis frelsi, jafnrétti eða grundvallarréttindi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.