Hugur - 01.01.1994, Side 32
30
Wayne Norman
HUGUR
2) Við getum verið sammála um hverskonar atriði skipta máli, en
ósammála um vægi einstakra atriða.
3) Hugtök siðferðis og stjórnmála eru óljós af gildum ástæðum
og þeim er oft beitt á mjög erfið tilfelli. Þetta leiðir af sér
ákveðna óvissu um þá dóma sem byggja á þessum hugtökum.
4) „Að einhverju leyti (og að hve miklu leyti er ómögulegt að
segja) þá mótar reynsla okkar í heild sinni, samanlagt líf
okkar fram að þessu, það hvernig við vegum gögn og einstök
gildi í siðferði og stjórnmálum; og heildarreynsla okkar
hlýtur alltaf að vera ólík“ — sérstaklega í nútímasamfélagi.
5) „I deilum koma oft fyrir mismunandi forskriftir, með
mismunandi vægi, og erfitt getur verið að meta heildar-
myndina af óhlutdrægni."
6) Eins og Sir Isaiah Berlin hefur Iagt áherslu á: „sérhvert kerfi
stofnana í samfélagi takmarkast af þeim gildum sem það
heimilar og því er nauðsynlegt að val eigi sér stundum stað
milli allra kosta siðferðis og stjórnmála sem hægt væri að
framkvæma.“45
I hvaða nútíma samfélagi sem vera skal og stjórnmálaheimspek-
ingur kýs að beina sjónum sínum að, þá gera þessar ástæður ósam-
komulags það mögulegt (jafnvel líklegt, eða nánast óum-
flýjanlegt?) að grundvallarsammæli skorti; það er, sameiginlega
ígrundaða dóma sem nauðsynlegir eru til að réttlæta sérhverja
hugmynd um réttlæti gagnvart breiðum hópi sanngjarnra þegna.
Eða með öðru orðalagi: þeir ígrunduðu dómar, sem við í sam-
einingu föllumst á setja þeim réttlætishugmyndum, sem koma til
greina of þröngar skorður til þess að slik hugmynd muni gagnast
við lausn á djúpstæðum deilum um hugmyndafræði og stjórnmál.
Af þessu og öðrum sambærilegum orsökum er ólíklegt að sá
sem af samkvæmni nýtir aðferðafræði í anda Rawls reyni svo mikið
sem að benda á víðtæka réttlætiskenningu sem gæti, í fyrsta lagi
fullnægt reglu 4 um stofnanaprófið, það er þjónað sem nothæft
ákvörðunarferli við mat á réttlæti höfuðstofnana samfélagsins;46
og sem í öðru Iagi væri þannig að allir sanngjarnir aðilar í
fjölbreyttu nútímasamfélagi gætu fallist á hana. Ég hef þegar bent
á að flestir fylgjendur aðferðafræði í anda Rawls sem sent hafa frá
sér efni á síðasta áratug eða svo, virðast forðast þetta verkefni.
45 Öll þessi sex atriði eru rædd ítarlegar í Political Liberalism, s. 56 o.áfr.
46 Stofnanaprófið útilokar að notuð sé óskýr eða almenn tilvísun í til dæmis
frelsi, jafnrétti eða grundvallarréttindi.