Hugur - 01.01.1994, Side 36
34
Wayne Norman
HUGUR
þessi nálgun rennir stoðum undir grundvallarlögmál í fyrirmyndar-
kenningu um hið frjálslynda ríki. I stað kerfisbundinnar réttlætis-
kenningar býður hún upp á takmarkaða kenningu um réttmæti
pólitískra stofnana ... Sértæk fyrirmæli hennar beinast ekki að
grundvelli félagslegs réttlætis heldur að þeim skilyrðum sem
stofnanir þurfa að fullnægja til að taka þessar ákvarðanir.55
Eða eins og Rorty orðar það á beinskeyttari máta, þar sem hann
rekur nálgun sína til Rawls sjálfs: „Rawls setur lýðræðisleg
stjórnmál á oddinn og heimspekina í annað sæti. Hann telur frjáls
skoðanaskipti jafn mikilvæg og Sókrates án þess að fylgja honum í
platónskri trú á möguleikann á altækt samkomulag."5^
Það er kannski viðeigandi að ljúka þessu með því að vekja
sérstaka athygli á því hvernig almenn aðferðafræðileg viðhorf hafa
áhrif á innihald og kjarna heimspekilegra kenninga. Flestir, gott ef
ekki allir, þættirnir í þeirri aðferðafræði í anda Rawls sem hcr
hefur verið rakin, urðu til án tillits til einhverra sérstakra for-
skrifta í stjórnmálakenningum. Raunar eru flestir þessir þættir
framlenging á lögmálum rökfræði, gagnrýninnar hugsunar og
heimspekilegs skýrleika.55 Með því að afmarka hvaða spurninga er
gagnlegt að spyrja, hvernig réttlæta mcgi svörin við þeim, og
gagnvart hverjum við þurfum að réttlæta þau, þá mótar aðferða-
fræðin þrátt fyrir allt á mjög lymskulegan hátt hverskonar stjórn-
málaheimspeki það er sem við fáumst við og á endanum hvaða
niðurstöðum við getum komist að. Við það að beina sviðsljósinu að
aðferðafræði ríkjandi rétttrúnaðar í enskumælandi stjórnmála-
heimspeki, munum við einnig varpa ljósi á uppsprettu ósamkomu-
lags milli þeirrar hefðar og helstu keppinauta hennar.
Ágúst Hjörtur Ingþórsson þýddi
53 A Dialogue of Juslice: Toward a Self-reflective Society (New Haven: Yale
University Press, 1993).
54 „The Priority of Democracy to Philosophy," Reading Rorty, Alan
Malachowski, ritstj. (Oxford: Blackwell, 1990); sjá einnig Benjamin R.
Barber, Strong Democracy, (Berkeley: University of California Press, 1984).
55 Sjá Chaim Perleman, Justice, s. 58 o.áfr.