Hugur - 01.01.1994, Page 62
60
Jóhann Páll Árnason
HUGUR
fram eins og í henni felist róttækt fráhvarf frá klassísku höfundunum,
en þó er einungis hægt að skilja umfjöllun hans um lýðræði í ljósi
stefna og strauma sem einkenna sögu félagsfræðinnar. í stuttu máli má
segja að þeir þrír þættir sem var lýst að ofan í tengslum við fram-
setningu á samfélagshugtakinu feli í sér þrjú skref í átt til æ þrengri og
smættaðri hugmynda um lýðræði. I fyrstu verkum Durkheims má
greina verkhyggjuhugmynd um nútímasamfélag sem síðar verður
þungamiðja í túlkun á arfleifð hans. Þessari hugmynd finnur
Durkheim hins vegar mótvægi með annars konar rökum sem valda því
að hann lítur á lýðræðisríkið sem meira afgerandi og róttækari þátt
heldur en einfalda Iýsingu á verkaskiptingu samfélagsins. Að mati
Parsons er lýðræði fyrst og fremst nýtt og betra fyrirkomulag á að taka
sameiginlegar ákvarðanir; sem slikt markar það nýjan þróunaráfanga á
einu af undirkerfum samfélagsins, stjórnmálakerfinu. Ahugi hans á
því að túlka lýðræði í tengslum við aðra þætti samfélagsins gerir
honum þó samtímis kleift að viðhalda nokkru af almennari for-
skriftarþáttum hugtaksins. Kenning Luhmanns hefur augljóslega
unnið bug á þessari margræðni, en kannski fremur með því að nota
hugtakaforða kerfiskenninga til að styrkja einn þáttinn í hefðinni á
kostnað annars, en vegna þess að um nýja og róttæka nálgun sé að
ræða.
Að lokum er rétt að benda á að fræðileg hugsun um lýðræði tengist
mjög öðru viðfangsefni: stjórn samfélagsins á eigin skipulagi og
málefnum. Eins og áður var bent á, þá var Tocqueville fyrirboði
fremur en klassískur höfundur félagsfræðanna, en efnistök hans skipta
þó máli í þessu sambandi. Hann greindi milli tveggja andstæðra
samfélagsgerða: í annarri er valdið utan samfélagsins og því ákvarðast
samlíf manna af ytri þáttum, í hinni lýðræðislegu samfélagsgerð
„breytir samfélagið af sjálfu sér og fyrir sjálft sig“. Durkheim fylgdi
þessari línu að því marki sem hann leit á lýðræði sem eitl besta
fyrirkomulag sjálfsstjórnunarsamfélags; Parson vék frá þessari línu og
henni var síðan eindregið hafnað af Luhmann. Ein af mikilvægum
afleiðingum kenningarinnar um sjálfskapandi kerfi er að rjúfa tengsl
sjálfsstjórnar sem viðfangsefnis við fræðileg vandamál lýðræðis. Enn
á ný má því líta á viðbrögð Luhmanns sem svör við klassískum
vandamálum og sem ákveðnara val milli þeirra kosta sem þegar var
búið að benda á í fræðunum.