Hugur - 01.01.1994, Side 71
HUGUR
Að gera eða að vera
69
En þetta var nú útúrdúr: urn félagshyggju Alis Bhutto og Geirs
Hallgrímssonar, Husseins og Lúðvíks Jósepssonar, ætla ég ekki að
tala, hvorki til að taka frjálshyggjumálstað Mills og Marx gegn þeirra
málstað né til annars. Heldur var ætlunin að tala um þá nytjastefnu
sem ég fullyrti að Marx hafi deilt með Mill, og stjórnmálamenn af öllu
tæi þegið í arf frá þeim félögum og þeirra nótum. Og ber mér nú að
lýsa þessari nytjastefnu lauslega. En áður en ég reyni það er rétt að
geta þess að þótt sá hugmyndaheimur scm ég lýsi beri nytjastefnunafn
með rentu, þá væri kannski skiljanlegra mörgum áheyrenda minna ef
ég vísaði til hans sem þcirrar hefðarspeki nútímans seni menn kalla
oftar „nútímalegt viðhorf* sem „hver upplýstur maður aðhyllist".
Þessi speki þykir svo sjálfsagður hlutur að menn láta sjaldnast — og
margir aldrei — hvarfla að sér að skynsamlegur kostur kunni að vera
á að vísa þessum viðhorfum algerlega á bug. Sumir þekkja söguleg
dæmi andófs við þessum skoðunum — svo sem í fáeinum ritum
Rousseaus og flestum ritum Nietzsches — en taka þá þessa
tvímenninga naumast alvarlega nema kannski sem prýðilega
rithöfunda, enda báðir geðveikir. Ég minnist þess að tveir vinir mínir,
þeir Matthías Johannessen og Olafur Jónsson, skrifuðu á sínum tíma í
blöð sín um nýja íslenzka þýðingu á Frelsinu. Matthíasi þótti sem
bókin hefði verið skrifuð kvöldið áður en hann las hana, og Olafur lét
í ljósi mikla furðu yfir þeirri uppgötvun sem hann gerði við lesturinn,
að hann hefði alltaf verið nytjastefnumaður, var raunar fæddur sem
slíkur. Ég hygg þeir hefðu báðir brugðizt eins við hefði bókin sem þeir
lásu verið Þýzk heimspeki eftir Karl Marx. Og það má ekki á milli sjá
hvor þessara góðu manna er upplýstari og nútímalegri í viðhorfum.
Nú, reyndar var það óþarfi að fara að flækja öðrum inn í þetta mál.
Sjálfur var ég sama sinnis, svo sem ráða má af forspjalli sem ég
skrifaði að Frelsinu.