Hugur - 01.01.1994, Side 71

Hugur - 01.01.1994, Side 71
HUGUR Að gera eða að vera 69 En þetta var nú útúrdúr: urn félagshyggju Alis Bhutto og Geirs Hallgrímssonar, Husseins og Lúðvíks Jósepssonar, ætla ég ekki að tala, hvorki til að taka frjálshyggjumálstað Mills og Marx gegn þeirra málstað né til annars. Heldur var ætlunin að tala um þá nytjastefnu sem ég fullyrti að Marx hafi deilt með Mill, og stjórnmálamenn af öllu tæi þegið í arf frá þeim félögum og þeirra nótum. Og ber mér nú að lýsa þessari nytjastefnu lauslega. En áður en ég reyni það er rétt að geta þess að þótt sá hugmyndaheimur scm ég lýsi beri nytjastefnunafn með rentu, þá væri kannski skiljanlegra mörgum áheyrenda minna ef ég vísaði til hans sem þcirrar hefðarspeki nútímans seni menn kalla oftar „nútímalegt viðhorf* sem „hver upplýstur maður aðhyllist". Þessi speki þykir svo sjálfsagður hlutur að menn láta sjaldnast — og margir aldrei — hvarfla að sér að skynsamlegur kostur kunni að vera á að vísa þessum viðhorfum algerlega á bug. Sumir þekkja söguleg dæmi andófs við þessum skoðunum — svo sem í fáeinum ritum Rousseaus og flestum ritum Nietzsches — en taka þá þessa tvímenninga naumast alvarlega nema kannski sem prýðilega rithöfunda, enda báðir geðveikir. Ég minnist þess að tveir vinir mínir, þeir Matthías Johannessen og Olafur Jónsson, skrifuðu á sínum tíma í blöð sín um nýja íslenzka þýðingu á Frelsinu. Matthíasi þótti sem bókin hefði verið skrifuð kvöldið áður en hann las hana, og Olafur lét í ljósi mikla furðu yfir þeirri uppgötvun sem hann gerði við lesturinn, að hann hefði alltaf verið nytjastefnumaður, var raunar fæddur sem slíkur. Ég hygg þeir hefðu báðir brugðizt eins við hefði bókin sem þeir lásu verið Þýzk heimspeki eftir Karl Marx. Og það má ekki á milli sjá hvor þessara góðu manna er upplýstari og nútímalegri í viðhorfum. Nú, reyndar var það óþarfi að fara að flækja öðrum inn í þetta mál. Sjálfur var ég sama sinnis, svo sem ráða má af forspjalli sem ég skrifaði að Frelsinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.