Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 93
HUGUR 6. ÁR, 1993-1994
s. 91-110
Mikael M. Karlsson
Meinbugur á rökleiðslu frá alhæfum
forskriftum til sérhæfra1
i
Fjöldi fólks virðist sannfærður um það, eins og Hans Kelsen2 var í
síðari ritum sínum, að sérhæfar forskriftir verði ekki leiddar af
1 Eldri gerð þessarar greinar var lesin á samdrykkjunni „Le raisonnement juridique"
sem haldin var á Centre de Philosophie du Droit de l'Université de Paris II hinn 25.
apríl 1992. Hugmyndin að greininni kviknaði fáeinum árum áður í samtali við
prófessor Michel Troper um rökfræði og forskriftir. Ég man ekki betur en að
samtalið haft farið fram í eldhúsinu á heimili hans í París. Þegar prófessor Troper
bauð mér að taka þátt í samdrykkjunni 1992 fannst mér rétt að minnast góðra
stunda með því að breyta mínum hlut að eldhúsumræðu okkar í ritgerð. Hún var
háfleygari en eldhúsumræða þeirra Nixons og Krústévs þótt sú sé ómaklega
frægari. Ég vildi mega þakka skipuleggjendum samdrykkjunnar og aðstoðarmanni
mínum, David Cohen, sem vélritaði handritið. Ég þakka líka starfsfólki litla kaffi-
hússins á Place Dauphine fyrir vinsemd og þolinmæði, en þar varð megnið af
hand ritinu til. Greinin var sfðan lesin í júlí 1993 fyrir lítinn hóp réttarheimspekinga
á skipulagsfundi á vegum Erasmus í Háskólanum í Aberdeen og einnig í
Háskólanum á Akureyri 20. nóvember 1993. A fundinum í Aberdeen var Riccardo
Guastini, og ég þakka honum margar skarplegar spurningar sem ég hef getað tekið
tillit til að nokkru leyti f neðanmálsgreinum. Handritið hafa lesið þau Logi
Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Jóhann Axelsson, Kristján Kristjánsson,
Guðmundur Heiðar Frímannsson, Ólafur Páll Jónsson, Vilhjálmur Árnason,
Þorsteinn Gylfason, Rosalind Hursthouse og Garrett Barden, og ég þakka þeim
öllum fyrir viðbrögð þeirra. Einnig las Eyja Margrét Brynjarsdóttir vandlega yfir
handritið og gerði skriflegar athugasemdir; yfirlestur hennar var styrktur af
Nýsköpunarsjóði. Einkunt og sér í lagi vil ég þakka Þorsteini Gylfasyni fyrir að
hafa þýtt þessa grein prýðilega. Hluti af efni ritgerðarinnar varð til við rannsóknir á
orsakasambandinu. Þessar rannsóknir hafa verið styrktar af Center for Philosophy
of Science í Háskólanum í Pittsburgh, Rannsóknaráði íslands og Rannsóknasjóði
Háskóla Islands. Þessi grein er helguð minningu Elísar Guðnasonar.
2 Hans Kelsen er einn af mikilvægustu réttarheimspekingum þessarar aldar. Hann
fæddist í Prag árið 1881 og stundaði nám í Vín og Heidelberg. Árið 1911 fékk
hann kennarastöðu við háskólann í Vín. Eftir fyrri heimstyrjöldina skrifaði hann
uppkast að stjómarskrá Austurríkis að beiðni ríkisstjórnar jafnaðarmanna. í henni
var það nýmæli að skýrt var kveðið á um að dómstólar yrðu að meta hvort tiltekin
löggjöf stæðist stjórnarskrána eða ekki. Fram til 1929 var Kelsen dómari við
stjórnarskrárdómstól Austurríkis auk þess sem hann gegndi prófessorsstarfi sínu.