Hugur - 01.01.1994, Page 113
Ritdómur
Aristóteles
Umsagnir
Sigurjón Halldórsson þýddi og skýrði
Ararit: Akureyri, 1992.
Skipting Aristótelesar (384-322 f.Kr.) á þekkingargreinum eða vísindum gerir
ekki ráð fyrir rökfræði sem eiginlegri fræðigrein. Rökfræðin gerir mönnum
kleift að leggja stund á fræðigreinar. Hún er forspjallsvfsindi og aðferðafræði.
Þennan skilning má ráða af athugasemdum vítt og breitt í ritum Aristótelesar.1
Hann liggur einnig til grundvallar nafninu sem Alexander frá Afródisías (einn
af fjölmörgum ritskýrendum Aristótelesar) gaf rökfræði ritunum á fyrri hluta
þriðju aldar e.Kr.: opyavov eða verkfæri.2 3 Aristóteles kallaði greinina
ávaAuTtKfj eða greiningu, en orðið >toyiKfj var ekki notað fyrr en síðar, í
fyrsta lagi hjá stóumönnum, kannski ekki fyrr en hjá Alexander.
Þessum ritum var líklega safnað saman á sjöttu öld e.Kr.2 Umsagnir
(Categoríae) er fyrsta ritið í þessum flokki og fjallar um hugtök.4 Næst kemur
Um túlkun (De interpretatione) sem fjallar um yrðingar. Fyrri greiningar
(Analytica priora) fást almennt við gildar rökfærslur eða rökhendur
(auMoyiapoí), formlega rökfræði. Þetta verk var undirstaða rökfræðikennslu
fram á þessa öld. Síðari greiningar (Analytica posteriora) fást hins vegar við
afmarkaðan hluta þessara rökhenda, vfsindalegar sannanir (dnoSetKTiKo'l
auXXoyiapoC), þar sem notast er við sannar forsendur til að komast að sönnum
niðurstöðum. Almœli (Topica) fjalla um almennar rökfærslur, þar sem
forsendurnar eru ekki sannar heldur líklegar (SiaXeKTtKol auXXoytapot), og
Spekirök (Sophistici elenchi), sem er reyndar 9. kafli Almœla, um ógildar rök-
færslur. Þannig var álitið að hvert verk fengist við afmarkaðan lið rökfræði og
byrjaði á smæstu liðunum, hugtökum, og héldi síðan áfram lið fyrir lið. Það
1 Frumspekin IV 3 1005 ^3, IV 4 1006a6; SiOfrœði Níkomakkosar I 3 1094^23.
2 Skýringar við Almœli; Commentaria in Aristotelem Graeca ii pars ii 74.29
(Wallies).
3 Itarlega umfjöllun um geymd verksins er að finna í formálanum að Aristotelis
Categoriae et Liber de interpretatione, recognovit brevique adnotatione critica
instruxit L. Minio-Paluellio (Oxford: Oxford University Press, 1949). Þessi útgáfa
liggur til grundvallar þýðingu Sigurjóns.
4 Það er alsiða hjá útlendingum að vísa til latneskra titla á verkum Aristótelesar, en
ekki grískra.