Hugur - 01.01.1994, Side 115
HUGUR
Ritdómur
113
Umsagnir fjalla ekki aðeins um rökfræði heldur einnig frumspeki eða
verufræði, því viðfangsefnið er ekki aðeins umsagnir heldur einnig það sem er
(to ov ). Um sérhvern hlut má spyrja 10 spurninga, segir Aristóteles: um hvað
hann sé eða verund hans (oúoía), um stærð (nóoov), einkenni (rróíov), afstöðu
(npós ti), stað (noú), tíma (nÓT€), stöðu (Kaoeai) höfn (exctv), gjörð
(noteív), áverkan (náaxf-v). Þessum spurningum má svara með jafnmörgum
umsögnum: þetta er maður, hann er tveggja metra, lotinn, tvöfaldur, í
Austurstræti, í gær, sitjandi, klæddur, skerandi, verandi skorinn; „er maður“
og „er tveggja metra“ eru því umsagnir sem svara spurningum. Eftir
spurningum er þá hægt að skipta umsögnum í þessa tíu flokka, sem hverjum
er hægt að gera grein fyrir, enda er slíka greinargerð að finna í ritinu. Það er
ekki allsendis ljóst hvers vegna umsagnirnar eru af tíu gerðum, en ekki átta
eða tólf, eða aðeins tveimur eins og Vilhjálmur af Okkam vildi, enda ein-
skorðaði Aristóteles umræðu sína ekki við tíu gerðir í öðrum ritum sínum. Það
eru þessir flokkar umsagna sem oft hafa kallast „kategóríur", en ekki umsagn-
imar sjálfar, og því hefur orðið stundum verið þýtt „riðlar“ eða „kvfar“. Þessa
flokka kallar Aristóteles einatt flokka þess sem er, því umsagnirnar eiga að
útskýra það sem er: eitthvað hlýtur að vera til sem samsvarar umsögninni og
það sem samsvarar umsögninni er flokkað á sama hátt og umsögnin. Með
orðum Porfyríosar: „eins og hlutirnir em, þannig eru táknin sem eiga að tákna
þessa hluti.“9
Það sem svarar fyrstu spurningunni, „hvað er þetta?“, telst til verundar-
flokks, og það sem tilheyrir þessum flokki er vemnd. Þessi flokkur vemnda er
gmnnflokkurinn, því hann er undirstaða allra hinna flokkanna: maður er
sagður vera tveggja metra, sem er hæð mannsins, en ljóslega er maðurinn
sjálfurnauðsynleg forsenda hæðar sinnar. Hann er undirstaða, eða frumlag,
eins og hægt væri að þýða gríska orðið tö únoKcípevov , sem Sigurjón gerir
reyndar í þýðingu sinni. Þannig er einstakur maður undirstaða eða frumlag
stærðarflokksins: Jón er hávaxinn.10 Aristóteles útskýrir málið sjálfur f öðru
riti sínu og gerir grein fyrir því hvers vegna allar aðrar uinsagnir vísa til
verundar: „„Það að vera“ er margrætt, en vísar þó til einnar og sörnu
hugmyndarinnar, og ekki aðeins sem einnefni. Eins og „hið heilbrigða“ vísar
ávallt til heilbrigðis (hvort heldur með því að varðveita heilbrigði, skapa,
benda til eða vera móttækilegt heilbrigði)... þannig er „það að vera“ margrætt,
en vísar þó ávallt til einnar uppsprettu. Sumir hlutir eru sagðir vera af því þeir
em vemndir. Aðrir af því þeir em áverkanir vemnda. Aðrir af því þeir leiða til
9 Útskýring meO spurningum og svörum á Umsögnum Aristótelesur; Commentaria in
Aristotelem Graeca iv /xtrs i, 71.13 (Busse).
10 Reyndar býður þýðingin „uinsögn" vissri hættu heim, því Jón, sem er verund, er
hér setningarfræðilegt frumlag en ekki andlagshluti umsagnar.