Hugur - 01.01.1994, Side 120
Ritfregnir
Arthúr Björgvin Bollason: Ljóshœröa villidýriö. Reykjavík: Mál
og menning, 1990. 160 bls.
Bókin fjallar um hugmyndir þýskra nítjándualdar hugsuða um íslendinga til
forna og í framhaldi af því hvernig nasistar notfærðu sér þessar hugmyndir,
hvöttu Þjóðverja til að taka sér íslenska fornkappa til fyrirmyndar og gerðu
fornum norrænum menningararfi hátt undir höfði. Þá er fjallað um hvernig
nasistar gerðu hosur sínar grænar fyrir íslenskum listamönnum og
rithöfundum og um viðbrögð þeirra. Bókin er því í senn umfjöllun um
ákveðna stjórnspekistefnu og saga ákveðinna tengsla og tímabils í sögu
íslensku og þýsku þjóðanna.
Handbók Epiktets: Hver er sinnar gœfu smiður, þýð. Broddi
Jóhannesson. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1993.
Um er að ræða endurútgáfa á þýðingu dr. Brodda Jóhannessonar, sem kom
fyrst út árið 1955.1 eftirmála gerir þýðandi grein fyrir Epikteti (sem uppi var á
fyrstu öld e.Kr. og telst til stóuspekinga) og lærisveini hans, Arrianusi, sem
skráði ritið. Jafnframt eru skýrð helstu hugtökin í heimspeki Epiktets.
Sigmund Freud: Blekking trúarinnar, þýð. Sigurjón Björnsson.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1993. 110 bls.
Hér birtast í íslenskri þýðingu tvær ritgerðir eftir Freud, „Blekking trúarinnar"
og „Á líðandi stund, um strfð og dauða.“ Fyrri ritgerðin birtist fyrst árið 1927
og er undanfari ritsins Undir oki siðmenningar sem kom út f íslenski þýðingu
1990.1 ritgerðinni er að finna hvassa árás á trúarbrögðin og Freud heldur fram
rökvísi og skynsemi gegn hefðum og trúarkreddum í samfélagsmálefnum.
Síðari ritgerðin var rituð á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og geymir
hugleiðingar Freuds um stríð, líf og dauða.
Sigmund Freud: Undir oki siðmenningar, þýð. Sigurjón Björns-
son. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990. 87 bls.
Þrátt fyrir að bókin sé ekki löng, er hún eitt aðalrit Freuds um menningarmál.
Hann ræðir stöðu mannsins í heiminum bæði sem einstaklings og samfélags-
þegns. Freud fjallar um sífellda togstreitu milli manns og samfélags sem hann
sá birtast í kröfu mannsins um frelsi og í kröfu samfélagsins um skipulag og
hömlur á einstaklingana. Þýðandinn ritar einnig inngang að bókinni.