Hugur - 01.01.1994, Side 128
Samþykktir fyrir
Félag áhugamanna um heimspeki
1. gr. Heiti félagsins er Félag áhugamanna uin heimspeki. Heimili
þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Markmið félagsins er að efla kynni áhugamanna um heimspeki,
og að vera vettvangur umræðna um heimspekileg efni.
Markmiði þessu hyggst félagið ná með því m.a. að:
1. Beita sér fyrir erindum um efni tengd heimspeki, og umræðum
félagsmanna um þau.
2. Beita sér fyrirþví að haldin verði málþing um heimspekileg efni,
með þátttöku erlendra gesta.
3. gr. Félagsmenn geta allir áhugamenn um heimspeki orðið, enda
greiði þeir tilskilin félagsgjöld, sem ákveðin eru á félagsfundum.
Heiðursfélaga má kjósa á aðalfundi eftir einróma tillögu stjórnar.
Heiðursfélagi skal hafa stuðlað að heimspekilegum málefnum á
Islandi um árabil. Aðeins má kjósa einn heiðursfélaga í senn með
þriggja ára millibili. Heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld, en hafa
sömu réttindi og aðrir félagsmenn.
4. gr. Starfsár félagsins er frá 1. júlí til 30. júní. Fjárhagsári félagsins
lýkur síðasta virkan dag fyrir lögboðinn aðalfund.
5. gr. Félagsstjórn skal skipuð fimm félagsmönnum, og skal einn
kosinn formaður, annar ritari, þriðji gjaldkeri, fjórði meðstjórnandi,
og fimmti varamaður. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til
tveggja ára í senn þannig: Formaður og gjaldkeri á jöfnum ártölum,
en ritari, meðstjórnandi og varamaður á oddatölum. Þeir einir gefi
kost á sér til stjórnarstarfa sem búast við að geta starfað í a.m.k. eitt
ár. Segi stjórnarmaður af sér áður en kjörtímabil hans er á enda
skal efna til aukakosninga til þess að kjósa stjórnarmann í hans stað
út kjörtímabilið.