Hugur - 01.01.1994, Page 129
HUGUR
Samþykkti rfélagsins
127
Stjórnin ræður félagsmálum milli l'unda og skuldbindur félagið
fyrir þess hönd. Hún boðar félagsfundi, aðalfund, heldur félagatal,
sér um skipulagningu umræðufunda og hrindi í framkvæmd þeim
málefnum, sem félagsfundir ákveða hverju sinni.
Stjórninni er heimilt að skipa menn í starfshópa til þess að vinna að
sérstökum málefnum.
Stjórnin sér um útgáfu ársrits félagsins í lok hvers starfsárs. I því
skulu birtir fyrirlestrar Outtir á vegum félagsins á starfsárinu, enda
hafi þcim verið skilað til stjórnar fyrir 31. maí.
6. gr. Stjórnin kveður til félagsfunda til að ræða málefni félagsins, ef
nauðsyn ber til, og skulu þeir boðaðir með tveggja vikna fyrirvara.
Skal fundarefnis getið í fundarboði.
Þriðjungur félagsmanna getur skriflega krafist þess að slíkur fundur
verði haldinn.
Félagsfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
7. gr. Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert, og skal dagskrá vera
þessi:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
3. Önnur mál.
4. Kosning stjórnarmanna sbr. 5. gr.
5. Kosning tveggja endurskoðenda.
6. Umræður um næsta starfsár.
Formaður stjórnar fundum, eða kjörinn fundarstjóri í fjarveru hans.
Aðalfund skal boða eins og félagsfundi sbr. 6. gr. Er hann lög-
mætur, ef löglega er til hans boðað.
8. gr. Tii lögmætra fundarsamþykkta nægir einfaldur meirihluti
atkvæða á lögmætum félagsfundum og aðalfundi.
Samþykktum verður þó aðeins breytt á aðalfundi með atkvæði 2/3
þeirra er hann sækja. Sama gildir um félagsslit.
Samþykkt á stofnfundi félagsins 16. október 1976; með breytingum
samþykktum á aðalfundi 8. maí 1977, og á aðalfundi 28. maí 1978;
með breytingum staðfestum á aðalfundi 28. maí 1993.