Dvöl - 01.07.1942, Page 6
164
DVÖL
morgun, svo að ekki sé hægt að
veiða. Barnið grætur, en það gera
reyndar öll lítil börn.“ Svo hljóp ég
á dyr, án þess mamma gæti hindr-
að mig.
Ég undi mér ekki lengi við veiði-
skapinn, enda varð ég ekki var.
Mér kom til hugar, að fiskarnir
tækju líklega ekki agnið, af því
að ég hafði verið vondur og óhlýð-
inn. Ég hankaði færið upp og hélt
heim á leið'. Ég nam staðar við
dyrnar og dokaði við, áður en ég
gekk inn. í sama bili heyrði ég
hljóð langt í fjarska, og að stuttri
stundu liðinni enn annað, sem
barst gegnum skóginn. Mér varð
það samstundis ljóst, að þetta
myndi vera skotdrunur frá fall-
byssum stórskotaliðsins, sem hefð-
ist við handan skógarins. Þegar ég
kom inn, var barnið hætt að gráta,
en mamma sat hreyfingarlaus og
yrti ekki á mig. Hún hafði kropiö
á kné við hliðina á gömlu vöggunni.
Nokkrir lausir hárlokkar féllu nið-
ur á axlir hennar.
„Ég ætla að fara að sækja lækn-
inn, mamma. En þeir eru farnir
að skjóta. Þú getur heyrt skot-
drunurnar núna, ef þú kemur fram
í dyrnar og hlustar.“
Hún brast í grát og huldi andlit-
ið í ábreiðu vöggunnar, þegar ég fór
að tala um skothríðina. Ég stóð
ráðþrota við hlið hennar og hlust-
aði á skotgnýinn, sem kvað við í
fjarska.
Ég var heitur og móður af göng-
unni, svo að ég hengdi færið á
nagla og settist niður. „Á ég að fara
strax af stað eftir lækninum,
mamma? Það verður orðið al-
dimmt, þegar ég kem aftur.“
Mamma sneri sér aö mér og var
reiöileg á svipinn. „Ó, bleyðan
þín,“ hrópaði hún. „Dimmt, — eng-
inn veit, hvílikt myrkur umlykur
mig.“
Mér varð mjög bilt við að heyra
mömmu segja þetta, og mér leið
ákaflega illa. Ég gekk að vöggunni
og laut yfir hana. Andlit barnsins
var náfölt, og augnalokin hvít, eins
og vax. Hendur þess og varir voru
helbláar.
„Er það dáið, mamma?“ hvíslaði
ég.
Hún svaraöi mér engu, en ég sá,
að axlir hennar skulfu. Ég gekk
burt og horfði út um opnar dyrnar.
Mér rann kalt vatn milli skinns og
hörunds, og ég brast i grát, þvi að
nú iðraði mig þess að hafa ekki
farið eftir lækninum um morgun-
inn. Ég gat ekki hindrað tárin, sem
hrundu án afláts niður heitar
kinnarnar. Þannig stóð ég lengi í
opnum dyrunum og lét kalda næt-
urgoluna leika um mig.
Loks gekk mamma til mín, tók
báðum höndum um höfuð mér og
þrýsti mér að brjósti sér. Ég stóð'
kyrr, og gráturinn sefaðist smátt
og smátt. Enn kvað skothríðin við,
og öðru hvoru flugu hræddir fugl-
ar sönglaust yfir krónur trjánna.
Ég hugleiddi það, hvort verið gæti,
að pabbi væri að berjast í nánd við
fallbyssurnar.