Dvöl - 01.07.1942, Page 6

Dvöl - 01.07.1942, Page 6
164 DVÖL morgun, svo að ekki sé hægt að veiða. Barnið grætur, en það gera reyndar öll lítil börn.“ Svo hljóp ég á dyr, án þess mamma gæti hindr- að mig. Ég undi mér ekki lengi við veiði- skapinn, enda varð ég ekki var. Mér kom til hugar, að fiskarnir tækju líklega ekki agnið, af því að ég hafði verið vondur og óhlýð- inn. Ég hankaði færið upp og hélt heim á leið'. Ég nam staðar við dyrnar og dokaði við, áður en ég gekk inn. í sama bili heyrði ég hljóð langt í fjarska, og að stuttri stundu liðinni enn annað, sem barst gegnum skóginn. Mér varð það samstundis ljóst, að þetta myndi vera skotdrunur frá fall- byssum stórskotaliðsins, sem hefð- ist við handan skógarins. Þegar ég kom inn, var barnið hætt að gráta, en mamma sat hreyfingarlaus og yrti ekki á mig. Hún hafði kropiö á kné við hliðina á gömlu vöggunni. Nokkrir lausir hárlokkar féllu nið- ur á axlir hennar. „Ég ætla að fara að sækja lækn- inn, mamma. En þeir eru farnir að skjóta. Þú getur heyrt skot- drunurnar núna, ef þú kemur fram í dyrnar og hlustar.“ Hún brast í grát og huldi andlit- ið í ábreiðu vöggunnar, þegar ég fór að tala um skothríðina. Ég stóð ráðþrota við hlið hennar og hlust- aði á skotgnýinn, sem kvað við í fjarska. Ég var heitur og móður af göng- unni, svo að ég hengdi færið á nagla og settist niður. „Á ég að fara strax af stað eftir lækninum, mamma? Það verður orðið al- dimmt, þegar ég kem aftur.“ Mamma sneri sér aö mér og var reiöileg á svipinn. „Ó, bleyðan þín,“ hrópaði hún. „Dimmt, — eng- inn veit, hvílikt myrkur umlykur mig.“ Mér varð mjög bilt við að heyra mömmu segja þetta, og mér leið ákaflega illa. Ég gekk að vöggunni og laut yfir hana. Andlit barnsins var náfölt, og augnalokin hvít, eins og vax. Hendur þess og varir voru helbláar. „Er það dáið, mamma?“ hvíslaði ég. Hún svaraöi mér engu, en ég sá, að axlir hennar skulfu. Ég gekk burt og horfði út um opnar dyrnar. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og ég brast i grát, þvi að nú iðraði mig þess að hafa ekki farið eftir lækninum um morgun- inn. Ég gat ekki hindrað tárin, sem hrundu án afláts niður heitar kinnarnar. Þannig stóð ég lengi í opnum dyrunum og lét kalda næt- urgoluna leika um mig. Loks gekk mamma til mín, tók báðum höndum um höfuð mér og þrýsti mér að brjósti sér. Ég stóð' kyrr, og gráturinn sefaðist smátt og smátt. Enn kvað skothríðin við, og öðru hvoru flugu hræddir fugl- ar sönglaust yfir krónur trjánna. Ég hugleiddi það, hvort verið gæti, að pabbi væri að berjast í nánd við fallbyssurnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.