Dvöl - 01.07.1942, Síða 14
172
D VÖL
Skógarfoss undir Eyjafjöllum
háar og sæbrattar handan við
Eyjasund, en til vesturs blasa við
Landeyjarnar, oft í stórfelldum
hillingum, svo langt sem augu sjá.
Þessi staður er sá fegursti, sem
ég hefi séð hérlendis. Ef til vill
finnst engum svo öðrum en mér.
Ég hefi farið þarna um oft, venju-
lega með hópa ungs fólks úr kenn-
araskólanum, auk nokkurra er-
lendra ferðamannaflokka fyrir
stríð. Og þarna þykir mér því feg-
urra, sem ég kem þar oftar.
Skagafjörður finnst mörgum
íallegasta hérað landsins, og sem
h e i 1 d þykir mér það líka. En
héraðið nýtur sín aðeins í heildar
yfirsýn. Það á fáa eða engan e i n-
stakan stað jafn töfrandi fagr-
an og hlíðarspilduna vestan undir
Eyjafjöllum. Skógafoss er í sjálfu
sér stórum fegurri en hvor hinna
fyrrnefndu fossa, en umhverfi hans
er ekki nándar nærri eins heill-
andi og svæðið kringum Selja-
landsfoss og Gljúfrabúa.
Hvaða einstakur staður finnst
þér fallegastur á íslandi?
Væri þetta ekki tilvalin spurn-
ing til lesendanna fyrir menning-
artímarit, eins og Dvöl? Spurning,
sem svara ætti í stuttu, rökstuddu
máli — að svo miklu leyti, sem
slíkt er hægt að rökræða. Fegurð
íslands er mikil víða, óvenju fjöl-
breytt og furðulega stórbrotin,
bæði í byggð og á öræfum.
Myndu ekki slíkar lýsingar,
hæfilega stuttar, geta átt sinn
þátt í því að vekja athygli ungs
fólks, meir en hún nú er, á töfrum
föðurlandsins, fegurð þess og
frjósemi, tign þess og áhrifavaldi,
gæðum þess og framtíð, og skyld-
um okkar gagnvart því og gagn-
vart okkur sjálfum?
Allir kannast við söguna af
málaranum, er leiddi gesti sína
inn í vinnustofu sína og sýndi
þeim málverk fyrir öðrum enda
hennar. Nábúarnir komu, undruð-
ust og hrifust. Svo fagurt málverk
höfðu þeir aldrei séð. Seinna fengu
þeir að vita, að hið fagra málverk
var raunverulegt umhverfi þeirra
eigin heimkynna, sem þeim hafði
aldrei fundizt neitt til um fyrr.
Raunalega margir, sem annars
ferðast um landið sér til skemmt-
unar, fára það án þess að taka
neitt verulega eftir fegurð þess. I
öllu umrótinu, öllum hraðanum