Dvöl - 01.07.1942, Side 22
180
D VÖL
hann. Það væri allt öðru máli að
gegna, ef ég hefði skotið grágæs.
Þá hefði ég getað gortað af veið-
inni.
Allt i einu datt mér snjallræði
í hug. Ég nam staðar, lagði byss-
una frá mér og greip sjálfskeiðing-
inn minn. Ég gleymdi því fullkom-
lega, að ég hafði fyrir skemmstu
heitið að gefa Strandarkirkju tiu
krónur, ef mér heppnaðist að hæfa.
Skjálfandi af óljósri reiði skar ég
aðra löppina af stokkandarsteggn-
um og stakk henni í vasann, en
kastaöi hinum dýrkeypta fugli út
í mýrina. Síðan þreif ég byssuna og
hélt áfram. Ég var talsvert rórri.
Hvílík hugkvæmni! Ég hafði á auð-
veldan hátt losnað við þennan ó-
heillafugl, en gat eftir sem áður
sannað skotfimi mína. Ég ætlaði
að sýna félögunum löppina af
steggnum og segja kímandi: Sjáið
þið, drengir! Ég skaut stokkandar-
stegg á flugi, en hann var svo hor-
aður, greyið, að ég hirti hann ekki.
Kannski þið viljið eiga löppina? Ég
vissi, að læknirinn myndi hæðast
að mér, bannsettur naggurinn, en
hann myndi einnig öfunda mig.
Hversvegna? Var það í rauninni
öfundsvert að skjóta stokkandar-
stegg í hausinn eftir langan elt-
ingarleik, en lenda síðan í lemjandi
slagviðri og myrkri uppi á afréttar-
mýri? Ég fór aftur að bera kvíð-
boga fyrir sjálfum mér, svo að ró-
semin varð ærið skammæ. Hún yf-
irgaf mig jafn fljótt og hún kom.
Hvað var á seiði? Hvaða hljóð var
þetta? Það var ekki þyturinn i
vindinum, niðurinn í jökulfljótinu
né bullið í rigningunni, þegar drop-
arnir skullu á bleytusinunni milli
þúfnanna, heldur dimmir og reglu-
bundnir smellir eins og hundrað
tröllatungur skelltu í góm. Mér
varð ekki um sel. Ég hef aldrei
verið hjátrúarfullur, en mér reynd-
ist ókleift að ráða fram úr þessu.
Hjartað barðist í brjóstinu og titr-
ingurinn í hnjánum færðist í auk-
ana. Ég hefði viljað gefa alla mína
peninga og allar mínar fásteignir
til þess að vera kominn heim að
bænum, afsala mér öllum hluta-
bréfum og öllum lífsþægindum,
jafnvel konunni, jafnvel skrifstofu-
stúlkunni. Ég kreppti höndina um
skeftið á haglabyssunni eins og hún
væri eina athvarfið, eina öryggið
í heiminum, þrammaði hægt áfram
og lagði við hlustirnar.
Skellirnir uröu stöðugt háværari,
þyngri og ískyggilegri. Slimm-
slimm-sla-sla, endurtekið í sífellu,
með ofurlitlum tilbrigðum. Ég var
í þann veginn aö missa alla stjórn
á sjálfum mér, þegar ég sá glitta
í eitthvað, sem kom og hvarf á
víxl. Bíðum við! Þetta var vatn!
Ég stóö rétt hjá bakkanum og litl-
ar bárur gjálpuðu fyrir framan
mig, myrkar og síkvikar bárur.
Hvaða vatn var þetta? Ég kannað-
ist ekki við það. Hafði ég villzt?
Ég sneri andlitinu í vindáttina
og fljótsniðurinn sameinaðist
þunglamalegu gjálpinu, mörg hljóð
runnu saman og skópu raunalegt