Dvöl - 01.07.1942, Page 26
184
blíðleg og ástúðleg, og úr þeim
skein sú auðmýkt, er hefur karl-
manninn til drottnara á þessari
jörðu.
Ég stóð á götunni og virti fyrir
mér sældarlega, kolótta vetrunga,
sem öskruðu og létu ófriðlega að
mér. Þetta voru lífsglaðir og fall-
egir gripir, en dálítið ósvífnir, og
til í annað hvort: að steðja beint
heim í hlýtt fjósið eða vilja alls
ekki fara þangað aftur. Ég vissi
ekki hvort var.
Konan kom aftur að vörmu spori,
með skupluna á höfðinu. Og hún
skotraði til mín augum, brosti af
undarlegu trúnaðartrausti, sem í
senn var töfrandi og kvíðvænlegt.
„Fyrirgefið mér, að ég lét yður
bíða,“ sagði hún. „Eigum við að
fara inn í vagnskýlið — það er
skjól þar?“
Við stóðum milli vagnkjálkanna,
og dyrnar á skýlinu voru opnar.
Þær sneru út að götunni. Hún horfi
niður fyrir fætur sér, ofurlítið til
hliðar, og ég tók eftir því, að hún
hleypti í svartar brýrnar. Hún virt-
ist hugsi um stund. Svo leit hún
beint framan í mig, svo að mér
varð á að depla augunum, og ég
ætlaði að líta undan. Það var eins
og hún væri að reyna að skyggn-
ást inn í huga minn, og augnaráð
hennar var allt of nærgöngult. Það
voru hrukkur á gulu, hvelfdu enni
hennar.
„Talið þér frönsku?“ spurði hún
að mér óvörum.
„Dálítið,“ svaraði ég.
d v ö L
„Ég átti að læra frönsku í skól-
anum,“ sagði hún. „Ég ég kann
ekki eitt einasta orð.“ Hún laut
höfði, hló óviðkunnanlega og rang-
hvolfdi svörtum augunum.
„Það er gagnslítið að kunna
hrafl í málum,“ svaraði ég.
En hún hafði litið til hliðar, hör-
undsgul og toginleit, og tók ekki
eftir því, sem ég sagði. Skyndilega
leit hún á mig aftur. Hún var að
leita að einhverju. Og um leið
brosti hún til mín og horfði á mig
blíðlegum, dökkum augum með ó-
umræðilegri auðmýkt og trúnaðar-
trausti. Ég var farinn að finna til
mín.
„Munduð þér vilja lesa fyrir mig
bréf á frönsku?“ sagði hún og varð
undir eins þungbúin og harðleg á
svip. Hún hvessti á mig augun.
„Já, að sjálfsögðu,“ sagði ég.
„Það er bréf til mannsins míns,“
sagði hún og veitti mér sífellt
gætur.
Ég leit á hana og skildi ekki til
hlítar, hvað hún var að fara. Hún
blíndi allt of langt inn í mig;
mér fataðist rökrétt hugsun. Hún
skimaði í kringum sig. Svo leit hún
á mig, leit á mig eins og tryggan
bandamann. Hún dró bréf upp úr
vasa sínum og fékk mér það. Það
var sent frá Frakklandi til Goyte
varaliðþjálfa, Tífli. Ég tók örkina
úr umslaginu og byrjaði að lesa,
eins og ekkert væri. „Mon cher
Alfred.“ — Þetta hefði vel getað
verið úrklippa úr blaði. Ég las
áfram. Þetta var hversdagslegt