Dvöl - 01.07.1942, Page 26

Dvöl - 01.07.1942, Page 26
184 blíðleg og ástúðleg, og úr þeim skein sú auðmýkt, er hefur karl- manninn til drottnara á þessari jörðu. Ég stóð á götunni og virti fyrir mér sældarlega, kolótta vetrunga, sem öskruðu og létu ófriðlega að mér. Þetta voru lífsglaðir og fall- egir gripir, en dálítið ósvífnir, og til í annað hvort: að steðja beint heim í hlýtt fjósið eða vilja alls ekki fara þangað aftur. Ég vissi ekki hvort var. Konan kom aftur að vörmu spori, með skupluna á höfðinu. Og hún skotraði til mín augum, brosti af undarlegu trúnaðartrausti, sem í senn var töfrandi og kvíðvænlegt. „Fyrirgefið mér, að ég lét yður bíða,“ sagði hún. „Eigum við að fara inn í vagnskýlið — það er skjól þar?“ Við stóðum milli vagnkjálkanna, og dyrnar á skýlinu voru opnar. Þær sneru út að götunni. Hún horfi niður fyrir fætur sér, ofurlítið til hliðar, og ég tók eftir því, að hún hleypti í svartar brýrnar. Hún virt- ist hugsi um stund. Svo leit hún beint framan í mig, svo að mér varð á að depla augunum, og ég ætlaði að líta undan. Það var eins og hún væri að reyna að skyggn- ást inn í huga minn, og augnaráð hennar var allt of nærgöngult. Það voru hrukkur á gulu, hvelfdu enni hennar. „Talið þér frönsku?“ spurði hún að mér óvörum. „Dálítið,“ svaraði ég. d v ö L „Ég átti að læra frönsku í skól- anum,“ sagði hún. „Ég ég kann ekki eitt einasta orð.“ Hún laut höfði, hló óviðkunnanlega og rang- hvolfdi svörtum augunum. „Það er gagnslítið að kunna hrafl í málum,“ svaraði ég. En hún hafði litið til hliðar, hör- undsgul og toginleit, og tók ekki eftir því, sem ég sagði. Skyndilega leit hún á mig aftur. Hún var að leita að einhverju. Og um leið brosti hún til mín og horfði á mig blíðlegum, dökkum augum með ó- umræðilegri auðmýkt og trúnaðar- trausti. Ég var farinn að finna til mín. „Munduð þér vilja lesa fyrir mig bréf á frönsku?“ sagði hún og varð undir eins þungbúin og harðleg á svip. Hún hvessti á mig augun. „Já, að sjálfsögðu,“ sagði ég. „Það er bréf til mannsins míns,“ sagði hún og veitti mér sífellt gætur. Ég leit á hana og skildi ekki til hlítar, hvað hún var að fara. Hún blíndi allt of langt inn í mig; mér fataðist rökrétt hugsun. Hún skimaði í kringum sig. Svo leit hún á mig, leit á mig eins og tryggan bandamann. Hún dró bréf upp úr vasa sínum og fékk mér það. Það var sent frá Frakklandi til Goyte varaliðþjálfa, Tífli. Ég tók örkina úr umslaginu og byrjaði að lesa, eins og ekkert væri. „Mon cher Alfred.“ — Þetta hefði vel getað verið úrklippa úr blaði. Ég las áfram. Þetta var hversdagslegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.