Dvöl - 01.07.1942, Page 28

Dvöl - 01.07.1942, Page 28
186 D VÖJj hann særðist á fæti. Jú, hann er orðinn heilbrigður; þetta er hraust- ur og þrekmikill maður. En hann er hálf máttfarinn, hann stingur dálítið við. Hann heldur, að hann fái lausn frá herþjónustu — en því trúi ég ekki. Hvort við erum gift? Við höfum verið í hjónabandi í sex ár — og hann gekk í herinn fyrsta styrjaldardaginn. Já, hann hélt, að sér myndi láta hermennsk- an vel. Hann var í stríðinu í Suður- Afríku. En hann er farinn að þreyt- ast. Ég bý með foreldrum hans — ég á ekkert heimili sjálf. Foreldr- ar mínir eiga stóra jörð og mikla akra í Oxford-skíri. Það er öðru vísi þar en hér — allt öðru vísi. En þau eru góð við mig, foreldrar hans. Já, þau gætu meira að segja ekki verið betri. Þau hugsá meira um mig en dætur sínar. En þó er það ekki eins og að vera húsráð- andi sjálf. Maður getur ekki gert það, sem mann langar. til. Nei, það er bara ég og faðir hans og móðir. Fyrir stríðið? Jú, hann var í góðu áliti. Hann var skólagenginn, en hneigðist meira að búskap. Svo var hann bifreiðarstjóri.Þá lærði hann frönskuna. Hann var lengi bifreið- arstjóri hjá ríkum manni á Frakk- landi." — Þá var það, að páfuglarnir hrökktust fyrir húshornið. ,,Æ, Kóngur,“ hrópaði hún, og einn fuglanna tifaði beint til henn- ar með virðulegu látbragði. Grá- deplótt bak hans var mjög fallegt, hann reigði gildan, dökkbláan háls- inn eftir fótaburðinum. „Kóngur minn,“ sagði hún sérkennilegri. innilegri, lágri röddu. „Þú finnur mig alltaf.“ Hún laut fram á, og fuglinn reigði hálsinn og rak nefið hér um bil framan í hana, eins og hann væri að kyssa hana. „Honum þykir vænt um yður,“ sagði ég. Hún leit til mín og hló. ,,Já,“ sagði hún. „Kóngi þykir vænt um mig,“ — og svo við fugl- inn: „Og mér þykir vænt um Kóng. Mér þykir vænt um Kóng.“ Og hún jafnaði fjaðrir hans um hríð. Svo rétti hún úr sér og sagði: „Hann er svo blí-íður.“ Ég brosti að raddhreimnum. „Hann er það,“ sagði hún alvar- leg. ,,Ég fékk hann að heiman fyrir sjö árum. Hitt eru niðjar hans — en þeir eru ekki eins og Kóngur. Eru þeir það, Kó-óngur?“ Hún var skrækróma eins og einhver norn, er hún mælti þessi síðustu orð. Svo gleymdi hún fuglunum þarna í vagnskýlinu og sneri sér aftur að bréfinu. „Vilduð þér ekki lesa þetta bréf fyrir mig? Lesa það hátt fyrir mig, svo að ég viti, hvað í því er.“ „Það væri nú að beita manninn yðar bakferli," sagði ég. „O, hugsið þér ekki um hann,“ sagði hún. „Hann hefir nógu lengi beitt mig bakferli — öll þessi fjög- ur ár! Ef hann hefir aldrei gert neitt verra án minnar vitundar en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.