Dvöl - 01.07.1942, Page 28
186
D VÖJj
hann særðist á fæti. Jú, hann er
orðinn heilbrigður; þetta er hraust-
ur og þrekmikill maður. En hann
er hálf máttfarinn, hann stingur
dálítið við. Hann heldur, að hann
fái lausn frá herþjónustu — en því
trúi ég ekki. Hvort við erum gift?
Við höfum verið í hjónabandi í
sex ár — og hann gekk í herinn
fyrsta styrjaldardaginn. Já, hann
hélt, að sér myndi láta hermennsk-
an vel. Hann var í stríðinu í Suður-
Afríku. En hann er farinn að þreyt-
ast. Ég bý með foreldrum hans —
ég á ekkert heimili sjálf. Foreldr-
ar mínir eiga stóra jörð og mikla
akra í Oxford-skíri. Það er öðru
vísi þar en hér — allt öðru vísi.
En þau eru góð við mig, foreldrar
hans. Já, þau gætu meira að segja
ekki verið betri. Þau hugsá meira
um mig en dætur sínar. En þó er
það ekki eins og að vera húsráð-
andi sjálf. Maður getur ekki gert
það, sem mann langar. til. Nei, það
er bara ég og faðir hans og móðir.
Fyrir stríðið? Jú, hann var í góðu
áliti. Hann var skólagenginn, en
hneigðist meira að búskap. Svo var
hann bifreiðarstjóri.Þá lærði hann
frönskuna. Hann var lengi bifreið-
arstjóri hjá ríkum manni á Frakk-
landi." —
Þá var það, að páfuglarnir
hrökktust fyrir húshornið.
,,Æ, Kóngur,“ hrópaði hún, og
einn fuglanna tifaði beint til henn-
ar með virðulegu látbragði. Grá-
deplótt bak hans var mjög fallegt,
hann reigði gildan, dökkbláan háls-
inn eftir fótaburðinum. „Kóngur
minn,“ sagði hún sérkennilegri.
innilegri, lágri röddu. „Þú finnur
mig alltaf.“ Hún laut fram á, og
fuglinn reigði hálsinn og rak nefið
hér um bil framan í hana, eins og
hann væri að kyssa hana.
„Honum þykir vænt um yður,“
sagði ég.
Hún leit til mín og hló.
,,Já,“ sagði hún. „Kóngi þykir
vænt um mig,“ — og svo við fugl-
inn: „Og mér þykir vænt um Kóng.
Mér þykir vænt um Kóng.“ Og hún
jafnaði fjaðrir hans um hríð. Svo
rétti hún úr sér og sagði: „Hann
er svo blí-íður.“
Ég brosti að raddhreimnum.
„Hann er það,“ sagði hún alvar-
leg. ,,Ég fékk hann að heiman fyrir
sjö árum. Hitt eru niðjar hans —
en þeir eru ekki eins og Kóngur.
Eru þeir það, Kó-óngur?“ Hún var
skrækróma eins og einhver norn, er
hún mælti þessi síðustu orð.
Svo gleymdi hún fuglunum þarna
í vagnskýlinu og sneri sér aftur að
bréfinu.
„Vilduð þér ekki lesa þetta bréf
fyrir mig? Lesa það hátt fyrir mig,
svo að ég viti, hvað í því er.“
„Það væri nú að beita manninn
yðar bakferli," sagði ég.
„O, hugsið þér ekki um hann,“
sagði hún. „Hann hefir nógu lengi
beitt mig bakferli — öll þessi fjög-
ur ár! Ef hann hefir aldrei gert
neitt verra án minnar vitundar en