Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 32
190
dvöl
Ég fór út og lagði af stað niður
bratta hlíðina, þótt ég ætti á hættu
að festa fæturna i gjótum milli
steina. Ég þekkti hér hverja þúfu,
en þó var ég orðinn ringlaður, er
ég nálgaðist víriviðarrunnana.
Jú, þetta var fugl. Það var Kóng-
ur, grábrúni páfuglinn með bláa
hálsinn. Hann var votur úr snjón-
um og dauðþreyttur.
„Kóngur, elsku Kóngur minn,"
sagði ég og özlaði skjálgrandi til
hans. Það var átakanlegt að sjá
fuglinn, þar sem hann brauzt um
og byltist í snjónum, svo aðfram-
kominn, að hann gat ekki valdið
líkamsþunga sínum. Hann teygði
fram bláan hálsinn og lagði hann
öðru hvoru á fönnina, lokaði aug-
unum og glennti gogginn. Fjaður-
toppurinn var illa leikinn.
„Kóngur, blessaður Kó-óngurinn
minn,“ sagði ég í gælutón. Loks
lagðist hann á skafl og deplaði
augunum. Ég gekk að honum og
strauk honum og tók hann upp í
fangið. Hann teygði frá mér
blautan hálsinn, er ég bar hann að
mér, en samt var hann rólegur í
fangi mínu, enda hefði hann líka
verið allt of þreyttur til þess að
veita viðnám.
Daginn eftir var frost og heið-
ríkja, svo að ég afréð að bera fugl-
inn til Tífli. Eftir dálítinn vséngja-
slátt fékkst hann til að húka í
háf, og rak upp úr honum úfinn
hausinn, dauðskelkaður. Og svo
lagði ég af stað með hann, hálf
rann niður brekkuna og var fljót-
ur niður með straumharðri ánni,
staulaðist síðan með mestu erfið-
ismunum upp klammaðan, fann-
borinn hjalla, framhjá hvirfingum
af ungum grenitrjám, upp á hæð,
þar sem snjólagið var annað og
vindurinn náði sér betur. Kóngur
var kvíðinn og virtist svipast um
án afláts, en sjónin var döpur og
augun gljáandi og annarleg. Er ég
nálgaðist Tífli, brauzt hann harka-
lega um í háfnum. Ég er þó ekki
viss um, að hann hafi þekkt stað-
inn aftur. Er ég kom að áhalda-
skýlinu, leit hann snöggt til beggja
hliða og teygði hálsinn langt upp
úr opinu á háfnum. Mér varð dá-
lítið hverft við. Hann rak upp hátt
og skerandi hljóð og glennti upp
ólánlegt ginið. Ég stóð og horfði
á hann, er hann barði vængjunum
í háfinn, og áreynsla hans fékk
talsvert á mig sjálfan. En ég ætl-
aði ekki að sleppa honum.
Frú Goyte kom hlaupandi eftir
stéttinni, teygði fram höfuðið og
skimaði í kringum sig. Hún sá mig
og kom á móti mér.
„Eruð þér með Kóng?“ hrópaði
hún, eins og ég væri þjófur.
Ég opnaði háfinn, og fuglinn
flögraði út og barði vængjunum,
eins og hann fjandskapaðist við
snjóinn. Hún tók hann upp og lagði
varirnar að goggnum á honum.
Hún var rjóð i andliti og falleg,
augun fjörleg, hárið slétt og mikið,
og nú líktist hún norn meira en
nokkru sinni áður. Hún þagði.
Gráhærð kona, kringluleit og föl