Dvöl - 01.07.1942, Page 33
D VÖL
191
í andliti og gribbuleg í fasi, var
einnig komin á vettvang.
„Komuð þér með hann?“ spurði
hún hvatskeytlega.
Ég sagðist hafa bjargað honum
kvöldið áður.
Grannur maður með grátt yfir-
skegg og stórar bætur á buxunum,
kom seinlega í áttina til okkar.
„Þú ert þá búin að heimta hann
aftur,“ sagði hann við tengdadótt-
ur sína. Kona hans sagði honum,
hvar ég hefði fundið Kóng.
„Ja-há,“ hélt gamli maðurinn á-
fram. „Það hefir víst verið hann
Alfred okkar.sem hefir hrætt hann
að heiman. Hann hlýtur að hafa
flogið þvert yfir dalinn. Þú getur
þakkað guði fyrir, að hann fannst,
Magga.“
„Við skulum segja honum fra
því, að hann sé fundinn,“ sagði
hann seinlega og sneri sér við og
hrópaði: „Alfred, Alfred! Hvar
ertu?“
Svo sneri hann sér að okkur
aftur.
„Inn með þig, Magga, inn með
þig. Þú dekrar of mikið við þenna
fugl.“
Ungur maður í grófgerðum her-
mannafötum og stuttum buxum,
kom á vettvang. Hann var breiður
um lendarnar og hefði getað verið
danskur.
„Hann er kominn aftur,“ sagði
gamli maðurinn við son sinn. „Það
er að segja: það var komið með
hann. Hann hafði flogið niður í
Neðribyggð."
Sonur hans leit á mig. Hann var
mjög kæruleysislega að sjá. Der-
húfan hallaðist á annan vangann,
og hendurnar haföi hann í buxna-
vösunum framan á maganum. En
hann sagði ekki aukatekið orð.
„Viljið þér ekki tylla yður inn?“
sagði gamla konan við mig.
„Jú, komið þér inn og fáið te-
sopa. Þér hljótið að vilja te, þegar
þér eruð búnir að ganga þessa
löngu leið og bera fuglinn. Komdu,
Magga; við skulum fara inn.“
Þau fóru inn. Stofan var allt of
íburðarmikil, og það var allt of
heitt þar inni. Sonurinn fór síð-
astur og staðnæmdist í dyrunum.
Faðir hans skrafaði við mig. Magga
bar bolla á borð. Gamla konan brá
sér fram i búrið.
„Nú ættir þú að fara að jafna
þig, Magga,“ sagði tengdafaðir
hennar — og svo sneri hann sér
að mér: „Hún hefir varla veriö
mönnum sinnandi síðan Alfred
kom heim og fuglinn hvarf. Hann
kom á miðvikudagskvöld, hann
Alfred. En það hafið þér líklega
frétt. Já, hann kom á miðvikudags-
kvöldið, og þau þurftu einhverjum
málum að miðla sín á milli, eða
var það ekki, Magga?“
Hann deplaði augunum kesknis-
iega framan í tengdadóttur sína,
er var rjóð i andliti, heit og falleg.
„Æ, þegiðu, pabbi. Þú gasprar
eins og þú gangir fyrir vél,“ sagði
hún og lézt vera móðguð. Hún gat
aldrei orðið honum verulega reið.
„En í dag hefir hún verið anzi