Dvöl - 01.07.1942, Side 35
D VÖL
193
„Vitið þér eitthvað um bréf,
sem skrifað var á frönsku, bréf til
mín, bréf, sem konan mín reif
upp?“
„Já,“ sagði ég. “Hún bað mig um
að lesa það fyrir sig.“
Hann horfði beint í augu mér.
Hann vissi varla, hverju hann átti
að trúa.
„Hvað var í þessu bréfi “ spurði
hann.
„Hvað? Vitið þér það ekki?“
„Hún segist hafa brennt því.“
„Og ekki sýnt yður það?“ spurði
ég.
Hann kinkaði kolli, sýndist mér.
Hann mun hafa verið að hugsa um,
hvernig hann ætti að bregðast við
þessu. Hann vildi fá að vita, hvað
í bréfinu var, hann varð að fá að
vita það, og hann varð að spyrja
mig, því að kona hans hafði ber-
sýnilega atyrt hann. En úr andliti
hans skein einnig greinileg löngun
til þess að láta grimmilega hefnd
ganga yfir mig, ógæfusaman mann-
inn. Svo glápti hann á mig, og ég
glápti á hann, og hvorugur mælti
orð frá vörum. Hann vildi ekki end-
urtaka spurningu sína. Ég horfði á
hann og hugleiddi málavöxtu.
Allt í einu hnykkti hann til höfð-
inu og horfði niður í dalinn. Svo
breytti hann um stellingar — hann
var úr riddaraliðinu. Aftur leit
hann á mig og var nú mildari en
áður.
„Hún brenndi andskotans bréf-
inu, áður en ég gat séð það,“ sagði
hann.
„Jæja,“ sagði ég seinlega. „En
hún veit nú ekki sjálf, hvað í þvi
var.“
Hann horfði enn á mig rann-
sóknaraugum. Mér var skemmt.
„Ég gat ekki verið a/ð segja
henni, hvað í því var,“ sagði ég.
Hann roðnaði snögglega og gerð-
ist ókyrr með fæturna, og æðarn-
ar á hálsinum þrútnuðu.
„Þessi belgíski kvenmaður segist
hafa aliö barn fyrir viku síðan, og
þau ætla að skíra það Alfred,“ hélt
ég áfram.
Hann leit framan í mig. Ég hló.
Hann byrjaði líka að hlæja.
„Ég óska henni heilla,“ sagði
hann.
„Allra heilla,“ sagði ég.
„Og hvað sögðuð þér henni?“
spurði hann.
„Að þetta væri barn móður
hennar og bróðir þessarar mann-
eskju; hún skrifaði yður sem heim-
ilisvini.“
Hann glotti gleitt og lævíslega.
„Og trúði hún því?“ spurði hann.
„Svona hér um bil.“
Það var eins og brosið stirðnaði
á vörum hans. Svo rak hann allt
í einu upp stuttan hlátur.
„Hún hefir gott af því,“ hrópaði
hann íbygginn.
Og svo hló hann hátt enn einu
sinni, og það duldist ekki, að nú
þótti honum sér veita betur í við-
ureigninni við konu sína.
„Og hvað svo um hina konuna?"
spurði ég.
„Hverja?“