Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 36
194
D VÖL
„Elísu.“
„Já,“ — hann tvísté eins og áð-
ur —- „hún er skratti góð.“ —
„Og þér í'arið aftur til hennar,“
sagði ég.
Hann leit á mig. Svo skældi hann
munninn.
,.Ég — nei,“ sagði hann. „Þér
getið reitt yður á, að þetta er lýgi.“
„Að cher petit bébé sé lítill Al-
íred?“
„Getur hugsazt,“ sagði hann.
„Getur hugsazt?“
„Já, það eru margir gerlar i ein-
um osti.“ Hann hló hátt, en næsta
óeðlilega.
„Hvað sagði hún í raun og veru?“
„Mon cher Alfred — Figure-toi
comme je suis desolée
Hann hlustaði vandræðalegur a.
Þegar ég hafði þulið allt, sem ég
mundi, sagði hann:
,.Þær kunna að stíla bréf, þess-
ar belgísku pjásur.“
„Æfing,“ sagði ég.
„Já; þær fá hana,“ sagði hann.
Það varð þögn.
„Jæja,“ sagði hann. „En ég hef
að minnsta kosti aldrei fengiö þetta
bréf.“
Nöpur gola blés yfir sólmerlaðan
snjóinn. Ég þurrkaði mér um nefið
og bjóst til að fara.
„Og veit hún ekkert,“ hélt hann
áfram og hnykkti höfðinu í áttina
að Tífli.
„Hún veit ekki annað en það,
sem ég hefi sagt — hafi hún þá
brennt bréfinu.“
„Ég held, að hún hafi brennt
því,“ sagði hann, „til þess að erta
mig. Hún er djöfuls norn. En ég
skal kenna henni betri siði.“ Hann
var hörkulegur og illilegur til
munnsins. Svo vatt hann sér
snögglega að mér með nýjum radd-
hreim.
„Heyriö þér,“ sagði hann. „Hvers
vegna sneruð þér ekki andskotans
páfuglinn úr hálsliðnum, þenna
Kóng?“
„Hví hefði ég átt að gera það?“
sagði ég.
„Ég hata það illfygli,“ sagði
hann. „Ég skaut á eftir honum.“
Ég hló. Hann íhugaði máliö.
„Vesalings Elísa litla,“ tautaði
hann.
„Var hún lítil — petite?“ spurði
ég. Hann reigði höíuðið.
„Nei,“ sagði hann. „Há vexti.“
„Hærri en konan yöar, auð-
vitað?“
Aftur leit hann beint framan í
mig. Og svo tók hann enn einu
að hlæja, hátt og hvellt, svo að
bergmál kvað við á þöglum, snæ-
þöktum dalnum.
„Þar kom það,“ sagði hann, og
nú var honum skemmt. Svo stóð
hann um stund kyrr, með annan
fótinn framar en hinn og hendur
framan á maganum í buxnavös-
unum og bar höfuðið hátt — tígu-
legur maður og öruggur.
„Ég skal svei mér stúta þessum
bölvuðum Kóng,“ sagði hann við
sjálfan sig.
Ég hljóp niöur brekkuna og nötr-
aði af hlátri.