Dvöl - 01.07.1942, Síða 55
D VÖL
vikum, að- hann heyrði betur en
það. Hann gerði sér ekki grein fyrir
orsökinni. Þetta var bara þannig,
og hann var glaður og upp með
sér af því. Vissulega var hann
blindur, og það bar hann möglun-
arlaust. En hann heyrði betur en
aðrir.
Tíminn leið hægt. Hinir óend-
anlega löngu dagar liðu einn
og einn. Hann sat þögull og
fléttaði körfurnar sínar. Á sumr-
um var hann oft úti í sólskininu
við vlnnu sína. Sólin vermdi hann,
og hann var búinn að læra að vita,
hvað tímanum leið, eftir því,
hvernig sólargeislarnir féllu á
hann. Á veturna var hann inni.
Þar gat hann gengið um án allra
erfiðleika. Á kvöldin sat hann i
dimmri stofunni, meðan konan
sýslaði í eldhúsinu.
Á sumrin var konan önnum kaf-
in allan daginn við að yrkja jörð-
ina, en á veturna vann hún ýmis
störf innan húss. Hún hafði sjald-
an tíma til þess að sitja hjá hon-
um eitt augnablik. Hann saknaði
hennar, en beygði sig fyrir nauð-
syninni. Lífið er bæði súrt og sætt.
Eftir því sem lengra leið frá
slysinu, varð honum erfiðara að
selja vörur sínar. Fólkið átti orðið
nógar körfur, og nú varð hann að
selja kaupmönnunum, sem borg-
uðu minna fyrir vöruna.
Samt sem áður komust þau vel af,
því að búið og garðurinn gáfu góð-
an arð.
Á öðru ári frá slysinu fór einn
213
fyrrverandi starfsbróðir hans að
heimsækja hann oftar en áður.
Hann hjálpaði til á ýmsan hátt
Stundum sat hann hjá blinda
manninum og talaði við hann, og
stundum vann hann úti á ökrun-
um.
Þetta var undarlegt. Blindi mað-
urinn gat ekki munað, að hann
hefði gert þessum manni greiða.
Hann vissi ekki einu sinni, hvern-
ig hann leit út. Hvers vegna var
þessi maður að koma og hjálpa
honum? En mennirnir voru svo
góðir, — það hafði hann reynt í
seinni tíð. Og það var eitt af því,
sem gerði lífið þess vert að lifa.
Þannig leið tíminn hjá blinda
manninum: með ofurlitlum á-
hyggjum og söknuði, en einnig með
ofurlítilli ánægju. Nú var hann
næstum búinn að gleyma fyrstu
örvæntingardögunum eða hugsaði
ekki til þeirra lengur. Hann hafði
sætzt, við lífið á ný.
Yfir einu var hann hnugginn.
Þegar hann sat úti I sólskininu og
heyrði fuglana syngja í birkilim-
inu, reyndi hann að gera sér ljóst,
hvernig þetta hafði allt litið út
í gamla daga. Hann reyndi að setja
sér fyrir hugskotssjónir bláan
himininn og græna jörðina. Honum
veittist þetta erfiðara eftir þvi sem
tíminn leið. Litirnir máðust burt
út vitund hans, og um leið var eins
og margar kærar minningar misstu
sína fyrri fegurð. Hann fann þetta
og tók það nærri sér. En svo gerð-
ist, atvik eitt sumarkvöld, sem