Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 59
D VÖL
217
Það var víst skrattakollurinn hann
Drési, sem var eitthvað að derra
sig eins og fyrri daginn.
„Vissir þú, að ég heyrði til ykk-
ar?“ Bárður brosti eins og dreng-
ur.
„Nei, það hafði ég ekki hugmynd
um.“
„Þú talaði eitthvað um mann-
kosti.....Hefi ég þá kosti? ....
Það hefir víst enginn sagt, nema
þú, að ég hefði kosti.“
„Jú, heyrðu mig nú, Bárður
minn. Þetta hefir mörgum fundizt
— margir hafa sagt það. Allir, sem
þekkja þig segja það, eða þeir
kunna ekki að meta mannkosti
og vita ekki, hvað það er.....En
nú skulum við ekki tala meira um
þetta.“
„Mér þótti svo vænt um að heyra
þetta. Það var eins og . .. .“ Bárður
þagnaði og leitaði að orðum. „Það
var eins og ég yrði stærri og sterk-
ari, þegar ég heyrði það.“
„Vesalings Bárður,“ hugsaði ég.—
Alltaf ert þú einlægnin sjálf. Oft
hafði ég heyrt menn segja, að hann
væri of einlægur, sumir sögðu
barnalegur.Égþóttist þekkja menn-
ina svo, að ég vissi, að þeir, sem
sögðu þetta, voru sjálfir varhuga-
verðir.
„Já, ég átti einu sinni heima
hérna, í þessum herbergjum."
sagði hann hugsandi. Þungi og
sársauki var nú aftur auðsjáanleg-
ur í látbragði hans.
„Ósköp er hann Bárður minn
undarlegur núna,“ hugsaði ég, en
sagði upphátt:
„Já, þú sagðir mér það áðan.“
„Ég ætla að segja þér, hvernig
það var; þú ert vinur minn,“ sagði
Bárður.
„Gerðu það, ef þig langar til,
Bárður minn,“ sagði ég. Bárður tók
til máls og talaði hratt og við-
stöðulaust. Ég hlustaði, og Bárður
sagði mér þetta:
„Já, einu sinni bjó ég í þessari
íbúð. Þetta rauðbrúna veggfóður
límdi konan mín upp. Ég hafði þá
verið giftur í tvö ár. Einn vetur
bjó ég hér; þangað til vorum við
i góðri íbúð. Fyrsta árið hafði ég
dágóða atvinnu, svo kom atvinnu-
leysisvetur. Það komu reikningar,
sem ekki var hægt að borga. Hvar
áttum við að taka peninga til þess?
Konan mín var stórlát. í hvert
sinn, sem hún sendi burtu óaf-
greiddan rukkara, fannst henni
hún lítillækka sig, en reikningarnir
urðu fleiri og fleiri. „Komið aftur
um mánaðamótin," sagði hún
fyrst, eins og þéir eru vanir að
gera, sem geta borgað. En ég hafði
engin mánaðarlaun, svo að þetta
voru ekki annað en undanbrögð.
Um mánaðamótin komu reikning-
arnir aftur og nokkrir nýir í við-
bót, og aftur voru þeir sendir til
baka. „Segðu þeim að koma seinna,
þegar maðurinn þinn sé heima,“
sagði ég. Hún blés á það. — Þeir
koma nógu oft, held ég, sagði hún.
Nokkru síðar sagði hún við mig:
„Ég get selt skápinn.“