Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 60
218
D VÖL
Hún átti við borðstofuskáp, sem
við höfðum keypt, þegar við gift-
um okkur.
„Skápinn! Hvernig getur þér
dottið í hug að selja skápinn?“
„Ég get fengið 175 krónur fyrir
hann.“
„Já, en hann kostaði nú vel það.
og hvernig getur þér líka dottið í
hug að selja hann? .... Nei, það
er hægara að losa sig við svoleiðis
hluti, en að eignast þá.“
„Þér finnst kannske ég myndi
gera það að gamni mínu,“ sagði
hún og horfði hvasst á mig.
Ég yppti öxlum og lét sem ekkert
væri.
„Hvernig heldurðu, að sé að
standa ekki í skilum með nokkurn
skapaðan hlut? Ljúga meira að
segja út matinn ofan í sig, hvað
þá annað?“
Hún var svo æst, að ég vissi ekki,
hvað úr þessu ætlaði að verða.
„Þetta lagast allt bráðum,“ sagði
ég.
„Lagast bráðum! Hvernig er það
annars með þig? Er þér sama,
hvernig allt veltist?"
Nú fór að hitna í mér líka.
„Já, sýnist þér það ekki?“ spurði
ég stuttur í spuna.
„Þú gengur atvinnulaus mánuð
eftir mánuð. Af hverju getur þú
ekkert fengið að gera? Af hverju
eru þér allar bjargir bannaðar? Við
erum bara tvö. Eru það ekki marg-
ir verkamennirnir, sem geta sóma-
samlega séð fyrir stærri fjölskyld-
um, meira að segja mörgum börn-
um?“
Þetta var áður en atvinnubóta-
vinna kom til sögunnar hér í
Reykjavík og áður en atvinnuleys-
ingjaskráning hófst.
„Heldurðu, að það sé ekki bara
af leti, að ég hef verið iðjulaus síð-
an í haust?“ spurði ég í hálfkær-
ingi.
„Leti! Ef þú vilt vita, hvað ég
held um það, þá er það þetta: Það
er af roluhætti. Þú bíður þangað
til aðrir hafa tekið bitann frá
munninum á þér. Þú ert svo auð-
mjúkur. Þú kannt ekki að standa
fyrir máli þínu.“
Þetta var í fyrsta sinni, sem hún
kvað upp úr með álit sitt, en ekki
síðasta. Og eftir þetta fannst mér
alltaf, þegar ég kom heim, eftir
að hafa rölt niður við höfn og
ekkert fengið að gera, eins og á-
sakanir hennar lægju í loftinu
heima hjá okkur, jafnvel þótt hún
segði ekki neitt. Ég fór að velta
því fyrir mér, hvort ég væri í raun-
inni rola, eins og hún sagði. Áður
hafði ég aldrei haft neinar áhyggj-
ur út af því. Og hafi hún ætlað að
stæla þrek mitt, þá skjátlaðist
henni hrapalega. Annars skil ég
hana betur nú en þá. Allir menn
eru hyggnari eftir á.
Einn daginn, þegar ég kom heim.
var skápurinn horfinn. Hún sagði
ekki orð um það við mig, og ég
nefndi það ekki heldur. Þann dag
var hún döpur og beygð. Skápur-