Dvöl - 01.07.1942, Page 79
DVÖL
237
Þetta yrði erfiðara mál en hann
hafði í upphafi gert sér í hugar-
lund.
„Já, það er víst um það,“ muldr-
aði presturinn. „Ég er hræddur um,
að ekki sé við það eigandi, eftir allt
saman.“
Næst gerðist það, að ökumaður
úr næstu borg kom með legstein,
og skyldi skila honum af sér hjá
Esra Cattstock. Allur kostnaður
hafði verið goldinn. Grafarinn og
ökumaðurinn komu steininum fyr-
ir í útihúsi hjá hinum fyrr téöa.
Þegar Esra var orðinn einn, setti
hann upp gleraugun og las hina
stuttu og einföldu áletrun:
Hér hvllir líkami Samúels Hol-
way, áður flokksfyrirliða i átjándu
fótgönguliði konungs vors. Hann
fór af þessum heimi þann 20. des-
ember 1808. Steininn reisti L. H.
„Ég er ekki verður að heita sonur
þinn.“
Esra fór aftur yfir á prestsetrið
við ána. „Steinninn er kominn,
herra minn. En ég er hræddur um,
að við getum með engu móti gert
það.“
„Mig langar til að gera það hon-
um til eftirlætis,“ mælti prúði
gamli presturinn. „Og ég vildi svo
gjarna gefa upp öll gjöld. En ef
ykkur hinum finnst þið ekki geta
gert það, þá veit ég ekki hvað segja
skal.“
„Já, herra minn; ég hefi spurzt
fyrir hjá konu í Sidlinch um greftr-
un hans, og mér skilst, að það, sem
ég óttaðist, sé rétt. Þeir grófu hann
með sex feta rim úr kvíakjálka
gegnum líkið, tóku hana úr kvíun-
um á Noröur-ærvelli, þó aö þeir
vilji ekki kannast við það núna.
Og spurningin er: Er það tilvinn-
andi, þegar allra óþæginda er
gætt?“
„Hafið þið frétt nokkuð frekar
um unga manninn?“
Esra hafði heyrt, að hann hefði
stigið á skipsfjöl þá í vikunni til
þess að fara til Spánar, ásamt hin-
um öðrum úr herdeildinni. „Og ef
hann er eins ákafur og hann virt-
ist vera, þá sjáum við hann ekki á
Englandi framar.“
„Þetta er óþægindamál," sagði
presturinn.
Esra ræddi þetta við söngflokk-
inn. Einn af þeim stakk upp á því,
að reisa mætti steininn við kross-
göturnar. Þetta var ekki talið ger-
legt. Annar sagði, að setja mætti
hann upp í kirkjugarðinum án
þess að flytja líkið. En þetta virt-
ist óheiðarlegt. Svo var ekkert að-
hafzt.
Legsteinninn lá í útihúsi Esra
þangað til hann var orðinn þreytt-
ur á að hafa hann fyrir augunum,
svo að hann lét 'hann inn á milli
runnanna neðst í garðinum sínum.
Þeir minntust stundum á málið sín
á milli, en alltaf bar að sama
brunni: „Vegna þess, hvernig hann
var grafinn, er varla tiltækilegt
fyrir okkur að eiga við það.“
Það var ávallt hugboð þeirra, að