Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 81
DVÖL
239
ur ættarinnar og gera yfirbót.
Samt lá faðir hans enn í íorsmán-
inni. Það var fremur ímyndun en
veruleiki, að líkami föður hans
hefði verið látinn bera hans eigin
misverknað. En sökum ofur-við-
kvæmni, virtist honum sem við-
leitni sín til þess að bæta fyrir brot
sitt og milda vofu manns þess, er
hann hafði misboðið, hefði orðið
árangurslaus.
Hann reyndi þó að hrista af sér
hugmóðinn, og vegna þess að hann
gat ekki fellt sig við minningarnar
um Sidlinch, tók hann á leigu í
Chalk-Newton lítið hús, sem staðið
hafði autt. Þar dvaldi hann ein-
samall og varð alveg utan við
mannfélagið. Engum kvenmanni
leyfði hann að koma inn fyrir dyr.
Á jólum hinum næstu eftir, að
hann hafði sezt þarna að, sat hann
einsamall í arinkróknum, þegar
han heyrði daufa tóna úr fjarlægð,
og innan skamms ómaði skyndi-
lega sönglag rétt úti fyrir gluggan-
um hans. Það kom frá jólasöngv-
urunum eins og venja var til. Og
enda þótt margir hinna gömlu
söngvara, þar á meðal Esra og Lot,
væru nú gengnir til hvíldar, voru
sömu gömlu söngvarnir enn sungn-
ir, teknir úr sömu gömlu bókun-
um. Gegnum gluggahlera flokks-
fyrirliðans glumdu ljóðlínurnar,
sem hann kannaðist svo vel við og
gamli kórinn hafði sungið yfir leiði
föður hans:
Hann kemur frelsi að færa þeim,
er fjötra Satans bönd.
Þegar þeir höfðu lokið söngnum,
héldu þeir til annars húss, og létu
hann um þögnina og einmanaskap-
inn eins og áður.
Klippa þurfti skar af kertinu,
en hann klippti það ekki. Hann
sat áfram hreyfingarlaus, þangað
til það var brunnið ofan í pípuna
og myndaði skugga-öldur á loft-
inu.
Jólagleðin morguninn eftir var
rofin af sorgarfregn, sem fór eins
og eldur í sinu um þorpið um dög-
urðarbil. Holway flokksfyrirliði
hafði fundizt skotinn með eigin
hendi gegnum höfuöið við kross-
göturnar í Löngu-eskitröð, þar sem
faðir hans var grafinn.
Á borðinu heima hjá sér hafði
hann skilið eftir pappírsblað, en á
það hafði hann ritað þá ósk, að
hann yrði grafinn við krossgöturn-
ar hjá föður sínum. En miðinn
slæddist af tilviljun niður á gólfið
og var ekki veitt athygli fyrr en
eftir greftrun hans, sem fór fram
á venjulegan hátt í kirkjugarðin-
um.
Fögnr vísa
Guðm. Guðmundsson „skóla-
skáld“ orti þessa fögru og vel
kveðnu heilræðavísu:
Græddu sár, er svíða og blæða,
sjáðu ráð því illa við,
þerrðu tár, er þrautir mæöa,
þjóðum, smáðum veittu lið.