Dvöl - 01.07.1942, Page 86
244
DVÖL
Kjartan segír, at eigi mundi mikit
undir, hverja hann ætti, en lézt
engra skyldu lengi vánbiðill vera
— „sé ek, at þessi búnaðr berr þér
vel, og er sannlegt, at þú verðir
mín kona.“ Hrefna tekr nú ofan
faldinn og selr Kjartani motrinn,
ok hann varðveitir“. Þannig voru
þá þeirra fyrstu kynni, fögur ok
heiðrík. En skuggar þess liðna
voru nær en menn hugðu.
Þess ber þá að geta, að þegar
Kjartan kom heim frá Noregi,
hvar hann hafði verið í miklu dá-
læti hjá Ólafi konungi Tryggva-
syni og haft kynni af Ingibjörgu
konungssystur, þá hafa þau tíð-
ingi gerzt, að Bolli Þórleiksson hel'-
ir gengið að eiga Guðrúnu Ósvíf-
ursdóttur eftir að hafa flutt henni
þær fregnir sannastar, að kært
hefði verið með Kjartani og Ingi-
björgu. Þegar svo þau tíðindi
spyrjast, að Kjartan Ólafsson sé
kominn heim, og svo það einnig,
að vel hafi falilð á með þeim
Hrefnu Ásgeirsdóttur og honum,
þá varð einni persónu undarlega
við. Það var húsfreyjan að Laug-
um, Guðrún Ósvífursdóttir. Það
lifnar í gömlum glæðum og sam-
fara þeim loga gera vart við sig
afbrýðisemi og öfund til þeirrar
konu, sem Kjartan Ólafsson hefir
litið hýru auga. Og það verða ein-
mitt þessar kenndir í brjósti hinn-
ar geðstóru húsfreyju, sem eiga
eftir að leiöa af sér bölvun, smán
og dauða. Guðrún lætur ekkert
tækifæri ónotað, til þess að koma
sínu fram.
IV.
Áður en lengra er fariö, er rétt
að hugleiða nokkur atriði til þess
að gera sér ljósa grein fyrir því,
sem á undan var gengið og sem
snerti Guðrúnu, Kjartan og Bolla,
og má þá vera, að vér fáum ekki
dulizt þess, er Guðrún hugðist að
hefna.
Þeir Kjartan Ólafsson og Bolli
Þórleiksson voru frændur og fóst-
þræður. Þeir voru mjög samrýnd-
ir. Kjartan reið oft til Sælings-
dalslauga, og fór Bolli jafnan með
honum. Guðrún var þar og jafnan.
Áttu þau Kjartan oft tal saman og
þótti Kjartani hún bæði vitur og
málsnjöll. Þótti mönnum fara hið
bezta á með þeim. Svo kom þar að,
er Kjartan ákvað að fara utan, og
fór hann þá á fund Guðrúnar og
sagði henni frá þessari ákvörðun
sinni, en henni þótti hann hafa
verið skjótráður. Hún mæltist til
þess að fara með honum og taldi
sig lítið yndi hljóta hér á landi
eftir að hann væri farinn. En þessu
tók Kjartan fjarri og bað hana að
vera heima, en hann skuli gera
annan hlut svo henni líki vel. Hún
sagði honum að standa við það, og
að hún myndi láta þetta spyrjast.
Hann svaraði, að svo mætti vera,
og bað hana að bíða sín þrjá vet-
ur. Hún lofaði engu. Þau skildu
svo, án frekari fyrirheita, en það
er ljóst af frásögn sögunnar, að