Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 88
246
skilja. — Það, að Ingibjörg gaf
Kjartani slikt gersemi handa Guð-
rúnu sem moturinn var, bendir í
og með til þess, að Kjartan hafi
hugsað sér, þrátt fyrir allt, að
standa við orð sín gagnvart Guð-
rúnu, og þessa hafi hann ekki
leynt Ingibjörgu.
Þetta er þá í stuttu máli það,
sem gerzt hefir, áður en vegir
þeirra Hrefnu Ásgeirsdóttur og
Kjartans Ólafssonar mætast á
þann hátt, sem getið var um hér
að framan. Það virðist þvi auð-
ráðið, að Guðrún Ósvífursdóttir
lætur þess eigi óhefnt, ef önnur
kona en hún á að fá að njóta ástar
Kjartans, og skulum við nú fylgja
eftirleiknum ,sem að vonum varð
ófagur.
V.
Kjartan Ólafsson hafði skamma
hríð heima verið, er hann bjó sig
til ferðar norður í land að hitta
frænda sinn einn. Þetta var
skömmu eftir jól. í Ásbjarnarnesi
í Víðidal var Kjartan til leikja, og
þangað kom Hrefna Ásgeirsdóttir í
fylgd með Kálfi bróður sínum.
Þar var einnig Þuríður, systir
Kjartans. Þau sýstkinin áttu tal
saman, og segir Laxdæla svo frá:
„Þuríður systir hans gekk til móts
við hann ok mælti svá: „Þat er
mér sagt, frændi, at þú sér heldr
hljóðr vetrlangt; tala menn þat,
at þér muni vera eftirsjá at um
Guörúnu. Færa menn þat til þess.
at engi blíða verðr á með ykkr
DVÖb
Bolla frændum, svá mikit ástríki,
sem með ykkr hefir verit allar
stundir. Ger svá vel ok hæfilega,
at þú lát þér ekki at þessu þykkja,
ok unn frænda þínum góðs ráðs;
þætti oss þat x’áðlegast, at þú
kvángaðist, eftir því sem þú mælt-
ir í fyrra sumar, þótt þér sé eigi
þar með öllu jafnræði sem Hrefna
er, því at þú mátt eigi þat finna
innanlands. Ásgeirr faðir hennar
er göfugr maðr ok stórættaðr.
Hann skortir ok eigi fé at fríða
þetta ráð; er ok önnur dóttir hans
gift rikum manni. Þú hefir ok mér
sagt, at Kálfr Ásgeirsson sé enn
röskvasti maðr; er þeira ráðahagr
enn sköruligsti. Þat er minn vili,
at þú takir tal við Hrefnu, ok
væntir mik, at þér þykki þar fara
vit eftir vænleik.“ Kjartan tók vel
undir þetta og kvað hana vel mála
leita."
Nokkru seinna þenna sama dag
bar fundum þeirra Hrefnu og
Kjartans saman, og tókust þau
tali. Um kvöldið spurði Þuríður
Kjartan, hvernig honum hafi virzt
orðtak Hrefnu. Hann lét vel yfir
og kvaðst finnast konan vera hin
skörulegasta í öllu því, er hann
mætti sjá.
Daginn eftir var sent eftir Ás-
geiri, og hóf Kjartan upp bónorð
sitt. Kálfur var þessa máls mjög
fýsandi. „Hrefna veitti ok eigi af-
svör fyrir sína hönd ok baö hon föö-
ur sinn ráða.“ Þetta var svo fast-
raælum bundið og vai’ð það úr, aö
brúðkaup þeirra skuli fram fara í